Hafnarstjórn

26. febrúar 2020 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1568

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
  • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

  1. Kynningar

    • 1909113 – Fjárhags- og rekstraráætlun 2020

      Farið yfir rekstraráætlun og rekstrarhorfur fyrir árið 2020.

    • 1701604 – Háibakki - undirbúningur og framkvæmdir

      Farið yfir stöðu framkvæmda við Háabakka. Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson mun leggjast fyrst skipa að Háabakka í dag. Kynnt staða vegna undirbúnings fyrir útboð og framkvæmdir við trébryggju sunnan við Háabakka. Lögð fram tilboð í kaup á bryggjuefni.

      Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Wijma Kampen BV.

    • 2002410 – Farþegaskip 2020 - aðstaða við Suðurbakka

      Hafnarstjóri kynnti yfirlit um áætlaðar komur skemmtiferðaskipa til Hafnarfjarðar á komandi sumri og fór yfir tillögur að lokun á verndarsvæði milli Háabakka og Suðurbakka og þjónustu- og öryggishúsi við nýtt aðkomuhlið að Suðurbakka.

    • 1806317 – Uppbygging á hafnarsvæðinu

      Rætt um framhald vinnu varðandi lóðamál, skipulag og undirbúing framkvæmda í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar á rammaskipulagi fyrir Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði.

Ábendingagátt