Hafnarstjórn

8. apríl 2020 kl. 10:00

á fjarfundi

Fundur 1571

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
  • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1710154 – Hvaleyrarbraut 30, fyrirspurn til skipulags- og byggingarfulltrúa

      Lögð fram að nýju til kynningar breytt tillaga ASK arkitekta að uppbyggingu á lóðinni Hvaleyrarbraut 30, sem skipulags- og byggingaráð vísaði á fundi sínum þann 10. mars sl. til umsagnar Hafnarstjórnar. Á fundinn mætti Guðrún Guðmundsdóttir arkitekt á umhverfis- og skipulagssviði.

      Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við framkomna tillögu. Jón Grétar Þórsson óskar bókað. “Fulltrúi Samfylkingarinnar bendir á að um aukningu á byggingarmagni er að ræða og hærra hús en þau sem fyrir eru á svæðinu. Ljóst er að breyting sem þessi getur verið fordæmisgefandi og því mikilvægt að bærinn móti sér heildarstefnu um framtíðarskipulag á svæðinu.”

    Kynningar

    • 2003050 – COVID-19 viðbragðsaðgerðir á hafnarsvæðum

      Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi starfsskipulag, starfsmannahald og rekstur á hafnarsvæðum í ljósi aðstæðna vegna Covid-19.

    • 2001191 – Framkvæmdir á hafnarsvæðum 2020

      Farið yfir stöðu framkvæmda á hafnarsvæðum.

    • 1909113 – Fjárhags- og rekstraráætlun 2020

      Hafnarstjóri fór yfir þróun og stöðu rekstrarmála á fyrsta ársfjórðungi og mat á þróun næstu missera í ljósi ytri aðstæðna. Jafnframt farið yfir framkvæmdaáætlun ársins.

      Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að vinna í samráði við sviðsstjóra fjármálasvið að tillögu um mögulega flýtingu framkvæmda hjá hafnarsjóði á yfirstandandi ári.

Ábendingagátt