Hafnarstjórn

22. apríl 2020 kl. 10:00

á fjarfundi

Fundur 1572

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
  • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
  • Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður

Einnig mætti til fundarins Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Einnig mætti til fundarins Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1905304 – Landtengingar skipa, háspenna

      Lagt fram bréf frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti þar sem leitað er eftir upplýsingum frá höfnum landsins um verkefni sem eru í undirbúningi varðandi orkuskipti á hafnarsvæðum. Annars vegar verkefni sem verður lokið fyrir 1. apríl 2021 og gætu verið styrkhæf og hins vegar áætlanir um orkuskipti til næstu 5 ára.

      Hafnarstjóri fór yfir undirbúningsvinnu sem er í gangi á vegum Hafnarfjarðarhafnar vegna frekari rafvæðingar og orkuskipta. Samantekt og svar til ráðuneytis verður lagt fram á næsta fundi hafnarstjórnar.

    • 1112202 – Óseyrarbraut 31, lóða- og byggingamál

      Lagt fram bréf frá Hróbjarti Jónatanssyni hrl. varðandi umsókn Vélsmiðju Orms og Víglundar ehf. til þess að girða af athafnasvæði sitt við Óseyrarbraut 31.

      Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að fara nánar yfir málið í samráði við bæjarlögmann.

    Kynningar

    • 2001191 – Framkvæmdir á hafnarsvæðum 2020

      Lagðar fram tillögur um framkvæmdaáætlun ársins 2020 og mögulegar breytingar og viðbætur frá áður samþykktri áætlun.

      Hafnarstjórn samþykkir að setja af stað undirbúningsvinnu fyrir frekari framkvæmdir á yfirstandandi ári til viðbótar áður samþykktri framkvæmdáætlun. Sérstaklega verði horft til endurbóta á viðlegusvæði í Flensborgarhöfn og einnig verði leitað samtarfs við framkvæmdasvið um verkefni tengd endurbótum á Norðurgarði og Norðurbakka.

    • 2004264 – Dráttarbátar 2020

      Rætt um mögulega endurnýjun á dráttarbát.

      Hafnarstjórn samþykkir að gera skilyrt tilboð í kaup á dráttarbátnum Jötni sem Faxaflóahafnir hafa auglýst til sölu.

    • 1701604 – Háibakki - undirbúningur og framkvæmdir

      Farið yfir stöðu framkvæmda við Háabakka. Framkvæmdir við þekju nánast lokið og byrjað á undirstöðum fyrir trébryggju. Smíði trébryggju verður boðin út á næstu dögum.

Ábendingagátt