Hafnarstjórn

26. ágúst 2020 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1580

Mætt til fundar

 • Kristín María Thoroddsen formaður
 • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
 • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
 • Helga R Stefánsdóttir varamaður
 • Guðmundur Fylkisson varamaður

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

 • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

 1. Kynningar

  • 2001191 – Framkvæmdir á hafnarsvæðum 2020

   Farið yfir stöðu einstakra framkvæmda á hafnarsvæðinu og helstu verkefni í komandi langtímaáætlun.

  • 1907215 – Umhverfisstefna Hafnarfjarðarhafnar

   Aðgerðaráætlun í umhverfisstefnu Hafnarfjarðarhafnar yfirfarin fyrir vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

  • 2007364 – Hafnasambandsþing 2020

   Hafnarstjóri kynnti stöðu mála varðandi undirbúning Hafnarsambandsþings sem átti að halda í lok september en hefur verið frestað v. Covid 19 um óákveðinn tíma.

  • 2008619 – Langtíma viðlega báta/skipa

   Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi langlegu báta/skipa í höfninni á undanförnum árum.

Ábendingagátt