Hafnarstjórn

23. september 2020 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1582

Mætt til fundar

 • Kristín María Thoroddsen formaður
 • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
 • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
 • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
 • Guðmundur Fylkisson varamaður

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

 • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

 1. Kynningar

  • 2009101 – Fjárhags- og rekstraráætlun 2021

   Farið yfir undirbúning að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021. Sigurður Þ. Ragnarsson fulltrúi Miðflokksins lagði fram eftirfarandi tillögu: Lagt er til að smábátaeigendur með fast viðlegupláss við smábátabryggju Hafnarfjarðarhafnar og tilheyra hópi ellilífeyrisþega njóti 50% afláttar af viðlegugjöldum, enda tilheyri bátaútgerðin ekki atvinnustarfsemi. Afslátturinn yrði háður því skilyrði að ellilífeyrisþegar eigi báta sína einir eða með öðrum ellilífeyrisþegum en deili ekki eignarhluta með þeim sem ekki falla undir ellilífeyrismörk. Ennfremur á tillagan við um báta sem eru undir 8 metrum (26 fet).
   Er lagt til að hafnarstjóra verði falið að kostnaðargreina tillöguna.

   Greinargerð:
   Það hefur í gegnum tíðina verið einkennismerki smábátaútgerðar í Hafnarfirði að eldri karlar og konur hafi haft af því mikla afþreyingu að dunda við báta sína og skapa með því aukið mannlíf á smábátahafnarsvæðinu. Allt sem örvar mannlíf á höfninni er eftirsóknarvert og með tillögunni er sú viðleitni lögð til að auka það. Lagt er til að um tilraunaverkefni verði að ræða næsta fjárhagsár 2021.

   Hafnarstjóra falið að fara nánar yfir málið fyrir næsta fund.

  • 1407063 – Norðurgarður og Norðurbakki - endurbygging

   Lögð fram útboðsgögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda við grjótfyllingu framan við Norðurbakkann.

  • 2009481 – Uppsátur og kerrugeymsla

   Kynntar tillögur að frágangi á nýju uppsátri fyrir smábáta þar sem kerrugeymsla er innan við Óseyrarbraut.

Ábendingagátt