Hafnarstjórn

7. október 2020 kl. 10:00

á fjarfundi

Fundur 1583

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
  • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1407063 – Norðurgarður og Norðurbakki - endurbygging

      Lögð fram fundargerð frá opnun tilboða í verkið “Norðurbakki-grjótvörn”, frá 6. október sl. Sigurður Guðmundsson frá Strendingi mætti til fundarins. Tvö tilboð bárust í verkið. Frá Hagtaki hf. að upphæð 94.545.000 kr, merkt við flutning frá sjó og frá Suðurverki ehf. að upphæð 127.805.000 kr. Kostnaðaráætlun miðað við flutning frá sjó var 96.850.000 kr.

      Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda Hagtak hf. um fyrirkomulag og framkvæmd verksins.

    • 2009101 – Fjárhags- og rekstraráætlun 2021

      Lögð fram til fyrri umræðu tillaga að fjárhags- og rekstraráætlun Hafnarfjarðarhafnar fyrir árið 2021 ásamt greinargerð hafnarstjóra og tillögu að fjárfestingaáætlun fyrir árin 2022-2024.

      Hafnarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til síðari umræðu á næsta fundi hafnarstjórnar.

    • 2009236 – Gjaldskrá Hafnarfjarðarhafnar 2021

      Lögð fram tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir Hafnarfjarðarhöfn. Jafnframt lagt fram minnisblað um bryggjugjöld smábáta og afsláttarkjör.

      Hafnarstjórn samþykkir að vísa tillögunni til síðari umræðu á næsta fundi hafnarstjórnar.

Ábendingagátt