Hafnarstjórn

2. desember 2020 kl. 10:00

á fjarfundi

Fundur 1588

Mætt til fundar

 • Kristín María Thoroddsen formaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
 • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
 • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
 • Gylfi Ingvarsson varamaður

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

 • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

 1. Almenn erindi

  • 2011564 – Flensborgarhöfn, deiliskipulag

   Farið yfir vinnu við deiliskipulag á hafnarsvæði í framhaldi af samþykkt rammaskipulags fyrir Flensborgar- og Óseyrarsvæði. Kynnt samþykkt skipulags- og byggingaráðs frá 1. desember sl. um að Arkis-arkitektar taki að sér samræmingarvinnu við gerð deiliskipulags á Flensborgarsvæðinu.

   Hafnarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og byggingaráðs að gera samning við Arkis-arkitekta um að taka að sér samræmingarvinnu við gerð deiliskipulags á Flensborgarsvæðinu.

  • 1407063 – Norðurgarður og Norðurbakki - endurbygging

   Tekin fyrir samþykkt skipulags- og byggingarráðs frá 1. desember varðandi breytingu á greinargerð deiliskipulags Norðurbakka frá 2004/2005 þess efnis að málsmeðferð verði í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

   Hafnarstjórn samþykkir erindið að nýju og að málsmeðferð verði í samræmi við mgr. 43. gr. skipulagslaga. Jafnframt er erindinu vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.

  Kynningar

  • 1905304 – Landtengingar skipa, háspenna

   Undirbúningur 1. áfanga orkuskipta með styrkingu fyrir rafvæðingu skipa við Hvaleyrarbakka. Gunnar Sæmundsson frá Sætækni ehf. mætti til fundarins og fór yfir stöðuna varðandi framkvæmdir og tæknibúnað.

Ábendingagátt