Hafnarstjórn

27. janúar 2021 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1591

Mætt til fundar

 • Kristín María Thoroddsen formaður
 • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
 • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
 • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
 • Guðmundur Fylkisson varamaður

Ritari

 • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
 1. Almenn erindi

  • 1808180 – Fornubúðir 5, skipulagsbreyting

   Tekin fyrir samþykkt skipulags- og byggingaráðs frá 12.janúar sl. um breytingu í greinargerð með deiliskipulagi fyrir Fornubúðir 5. Erindið var grenndarkynnt og barst ein athugasemd. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa.

   Hafnarstjórn samþykkir deiliskipulagsbreytinguna með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

  Kynningar

  • 2101268 – Skipaumferð og vörumagn 2020

   Lagt fram yfirlit um skipaumferð og vörumagn sem var lestað og losað í Hafnarfjarðarhöfn og Straumsvík á árinu 2020. Jafnframt kynnt yfirlit um þróun í skipaumferð og vöruflutningum um höfnina á umliðnum árum.

  • 1909113 – Fjárhags- og rekstraráætlun 2020

   Hafnarstjóri fór yfir rekstur hafnarinnar á árinu 2020.

Ábendingagátt