Hafnarstjórn

21. apríl 2021 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1597

Mætt til fundar

 • Kristín María Thoroddsen formaður
 • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
 • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
 • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
 • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður

Ritari

 • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
 1. Almenn erindi

  • 2104048 – Ársreikningur 2020

   Lagður fram ársreikningur Hafnarfjarðarhafnar fyrir árið 2020 til fyrri umræðu. Hafnarstjóri kynnti reikninginn.

   Ársreikningnum vísað til síðari umræðu og afgreiðslu á næsta fundi hafnarstjórnar.

  • 1605469 – Cuxhavengata 2 og Óseyrarbraut 4, lóðarleigusamningar

   Tekin fyrir að nýju endurskoðun á lóðasamningum Hafnarfjarðarhafnar vegna Cuxhavengötu 2 og Óseyrarbrautar 4 með vísan til breytinga á deiliskipulagi sem tók gildi 4. október 2013.

   Hafnarstjórn samþykkir að gefið verði út fylgiskjal með lóðarleigusamningi fyrir lóðina Cuxhavengata 2 sem yfirlýsing um breytta stærð lóðarinnar. Í samræmi við gildandi deiliskipulag stækkar lóðin í 1463,5 fm. Fylgiskjal þetta skal gilda í samræmi við þinglýstan lóðarleigusamning um lóðina. Jafnframt samþykkir hafnarstjórn að lóðarsamningur vegna Óseyrarbrautar 4 verði endurnýjaður til ársloka 2022 og lóðarstærð leiðrétt í samræmi við gildandi deiliskipulag og stækkuð í 2921,3 fm. Hafnarstjórn vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu í bæjarráði.

  Kynningar

  • 1407063 – Norðurgarður og Norðurbakki - endurbygging

   Hafnarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við Norðurbakka og Norðurgarð.

Ábendingagátt