Hafnarstjórn

6. maí 2021 kl. 16:30

á hafnarskrifstofu

Fundur 1599

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Ágúst Bjarni Garðarsson aðalmaður
  • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður
  • Helga R Stefánsdóttir varamaður
  • Guðmundur Fylkisson varamaður
  • Gylfi Ingvarsson varamaður

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 1905304 – Landtengingar skipa, háspenna

      Lögð fram fundargerð dags. 28. apríl 2021 frá opnun tilboða vegna útboðs á 11 kW kerfi fyrir landtengingargám við Hvaleyrarbakka. Þrjú tilboð bárust í verkið. Frá RST Net: Tilboð m.v. koparstreng kr. 23.998.083 kr. Tilboð m.v. álstreng kr. 18.747.283 kr. Frá Rafal: Tilboð m.v. álstreng kr. 14.018.002 kr. Frá Orkuvirki: Tilboð m.v. álstreng kr. 12.628.060 kr. Tilboð barst ekki frá PSC. Kostnaðaráæltun verkkaupa er 15.5 millj. m.v. koparstreng og 14.5 millj. m.v. álstreng.
      Jafnframt lagt fram minnisblað frá Sætækni efh. dags 2. maí sl. þar sem ráðgjafar hafnarinnar leggja til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Orkuvirki.

      Hafnarstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við Orkuvirki á grundvelli tilboðs fyrirtækisins og fyrirliggjandi útboðsganga frá J2B ráðgjöf ehf.

    • 2103137 – Hafnafundur Hafnarfirði maí 2021

      Lagt fram bréf frá Hafnasambandi Íslands þar tilkynnt er að á stjórnarfundi sambandsins þann 30. apríl sl.var ákveðið að fresta fyrirhuguðum Hafnafundi sem að halda átti í Hafnarfirði þann 20. maí nk. fram til 3. september nk.

    Kynningar

    • 2102617 – Framkvæmdir á hafnasvæðum 2021

      Hafnarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda á hafnasvæðum og fyrirhuguð verkefni í sumar. Í framhaldi af fundi fóru aðal- og varamenn hafnarstjórnar í kynnisferð um hafnasvæðið á hafnsögubátnum Hamri.

Ábendingagátt