Hafnarstjórn

27. apríl 2022 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1620

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Magnús Ægir Magnússon aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
  • Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
  1. Almenn erindi

    • 2111310 – Óseyrarhverfi, deiliskipulag

      Skipulagshöfundar mæta til fundarins og kynna tillögu að deiliskipulagi Óseyrarhverfis.

      Hafnarstjórn samþykkir að tillaga að deiliskipulagi Óseyrarhverfis verði auglýst og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn. Hugmynd um Hvaleyrarbraut í stokk er sett fram í greinargerð skipulagsins. Hafnarstjórn samþykkir að skoðaðir verði valkostir og kostnaðarmat vegna hugsanlegra breytinga á skipulagi Hvaleyrarbrautar.

    • 2203666 – Ársreikningur 2021

      Ársreikningur Hafnarfjarðarhafnar fyrir árið 2021 tekinn til síðari umræðu.

      Hafnarstjórn samþykkir framlagðan ársreikning fyrir 2021 og vísar til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Ábendingagátt