Hafnarstjórn

15. júní 2022 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1621

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Guðmundur Fylkisson varaformaður
  • Garðar Smári Gunnarsson aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
  • Tryggvi Rafnsson aðalmaður

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

  1. Almenn erindi

    • 2206134 – Hafnarstjórn 2022-2026

      Kristín Thoroddsen formaður hafnarstjórnar bauð nýkjörna stjórn velkomna til fyrsta fundar á kjörtímabilinu.

    • 2109570 – Gjaldskrá Hafnarfjarðarhafnar 2022

      Lögð fram tillaga að viðbót við gildandi gjaldskrá Hafnarfjarðarhafnar vegna afnota af háspennukerfi hafnarinnar svohljóðandi: “Tengigjald rafmagns í gegnum háspennubúnað er kr. 100.000 fyrir hverja landtengingu. Greiða skal klr. 30 pr. kwst rafmagns úr háspennukerfi. Gjaldskráin svo breytt tekur þegar gildi.”

      Hafnarstjórn samþykkir tillöguna.

    • 2206172 – Óseyrarbraut 20H,stofnun lóðar og lóðarleigusamningur

      Lögð fram drög að lóðarleigusamningi við HS veitur vegna nýrrar lóðar Óseyrarbraut 20H, sem var stofnuð úr lóðinni nr. 20 við Óseyrarbraut. HS mun kaupa byggingarréttinn á lóðinni af Hlaðbæ Colas.

      Hafnarstjórn samþykkir lóðaleigusamninginn fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar í bæjarráði.

    Kynningar

Ábendingagátt