Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
á hafnarskrifstofu
Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.
Lagt fram bréf frá Hafnasambandi Íslands dags. 23. júní 2022 þar sem boðað er til 43. hafnasambandsþings í Ólafsvík 27. og 28. október nk.
Hafnarstjórn samþykkir að aðalmenn í hafnarstjórn sæki hafnarsambandsþingið ásamt hafnarstjóra.
Lagt fram erindi frá Idea ehf kt. 601299-2249 dags. 27. júlí 2022 þar sótt er um lóðina Víkurgata 11B í Straumsvík til að reisa þar varanlegt húsnæði. Í gildi er leigusamningur milli Hafnarfjarðarhafnar og Idea um tímabundin afnot af umræddri lóð.
Hafnarstjórn samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að úthluta Idea ehf kt. 601299-2249 lóðinni Víkurbraut 11B með nánari skilmálum skipulags- og byggingarfulltrúa.
Farið yfir stöðu undirbúningsvinnu og skipulags vegna fyrirhugaðrar stækkunar á hafnarsvæðinu í Straumsvík.
Fulltrúar Samfylkingar í hafnarstjórn leggja fram eftirfarandi bókun: Fulltrúar Samfylkingarinnar styðja heilshugar Carbfix verkefnið enda skapar það Hafnarfjarðarhöfn og Hafnarfjarðarbæ ný tækifæri, sem m.a. birtast í gerð nýs hafnarmannvirkis í Straumsvík. Sú hafnargerð mun skapa nýja möguleika í þjónustu Hafnarfjarðarhafnar við Carbfix og aðra viðskiptaaðila hafnarinnar auks þess að umhverfisáhrif verkefnisins geta verið sérstaklega jákvæð. Mikilvægt er að formgera sem allra fyrst samstarf aðila í þessu sambandi, þ.e. Hafnarfjarðarhafnar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Carbifix og eftir atvikum íslenska ríkisins. Í slíku rammasamkomulagi yrðu framkvæmdaáfangar tímasettir, meginatriði samkomulags um hafnaraðstöðu Carbfix í Straumsvík tíunduð, sem og önnur þjónusta. Jafnframt yrðu fjárhagslegar forsendur samkomulagsins skilgreindar. Undirbúningur er í fullum gangi, en nauðsynlegt að vilji aðila til samstarfs verði formgerður hið fyrsta í formi rammasamnings. Samhliða þessu leggja fulltrúar Samfylkingarinnar mikla áherslu á að verkefnið fái ítarlega kynningu meðal bæjarbúa því verkefnið er af þeirri stærðargráðu að nauðsynlegt er að kynna það vel fyrir íbúum.
Lagt fram yfirlit um rekstur Hafnarfjarðarhafnar fyrstu 6 mánuði ársins 2022.