Hafnarstjórn

10. ágúst 2022 kl. 10:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1622

Mætt til fundar

  • Kristín María Thoroddsen formaður
  • Guðmundur Fylkisson varaformaður
  • Garðar Smári Gunnarsson aðalmaður
  • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
  • Tryggvi Rafnsson aðalmaður

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

Ritari

  • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri

Til fundarins mætti Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri.

  1. Almenn erindi

    Kynningar

    • 2109186 – Hafnarsvæði í Straumsvík

      Farið yfir stöðu undirbúningsvinnu og skipulags vegna fyrirhugaðrar stækkunar á hafnarsvæðinu í Straumsvík.

      Fulltrúar Samfylkingar í hafnarstjórn leggja fram eftirfarandi bókun:
      Fulltrúar Samfylkingarinnar styðja heilshugar Carbfix verkefnið enda skapar það Hafnarfjarðarhöfn og Hafnarfjarðarbæ ný tækifæri, sem m.a. birtast í gerð nýs hafnarmannvirkis í Straumsvík. Sú hafnargerð mun skapa nýja möguleika í þjónustu Hafnarfjarðarhafnar við Carbfix og aðra viðskiptaaðila hafnarinnar auks þess að umhverfisáhrif verkefnisins geta verið sérstaklega jákvæð. Mikilvægt er að formgera sem allra fyrst samstarf aðila í þessu sambandi, þ.e. Hafnarfjarðarhafnar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Carbifix og eftir atvikum íslenska ríkisins. Í slíku rammasamkomulagi yrðu framkvæmdaáfangar tímasettir, meginatriði samkomulags um hafnaraðstöðu Carbfix í Straumsvík tíunduð, sem og önnur þjónusta. Jafnframt yrðu fjárhagslegar forsendur samkomulagsins skilgreindar. Undirbúningur er í fullum gangi, en nauðsynlegt að vilji aðila til samstarfs verði formgerður hið fyrsta í formi rammasamnings. Samhliða þessu leggja fulltrúar Samfylkingarinnar mikla áherslu á að verkefnið fái ítarlega kynningu meðal bæjarbúa því verkefnið er af þeirri stærðargráðu að nauðsynlegt er að kynna það vel fyrir íbúum.

    • 2108219 – Fjárhags- og rekstraráætlun 2022

      Lagt fram yfirlit um rekstur Hafnarfjarðarhafnar fyrstu 6 mánuði ársins 2022.

Ábendingagátt