Hafnarstjórn

14. desember 2022 kl. 12:00

á hafnarskrifstofu

Fundur 1631

Mætt til fundar

 • Kristín María Thoroddsen formaður
 • Guðmundur Fylkisson varaformaður
 • Garðar Smári Gunnarsson aðalmaður
 • Jón Grétar Þórsson aðalmaður
 • Tryggvi Rafnsson aðalmaður

Ritari

 • Lúðvík Geirsson hafnarstjóri
 1. Kynningar

  • 2109186 – Hafnarsvæði í Straumsvík

   Lögð fram samþykkt afgreiðslufundar skipulags- og byggingafulltrúa frá 6. desember sl. þar sem samþykkt var að gefa út framkvæmdaleyfi vegna rannsókna og borana við Rauðamelsnámu vegna fyrirhugaðra framkvæmda við hafnargerð í Straumsvík. Farið yfir stöðu mála varðandi skipulagsvinnu og undirbúning framkvæmda.

  • 22111287 – Fornubúðir 14 trébryggja

   Farið yfir stöðu lóðasamnings og viðræður við Skeljung um framtíðarskipulag á svæðinu.

  • 2101267 – Geymslusvæði utan við Suðurgarð

   Farið yfir lóðaskipulag og stöðu framkvæmda við frágang yfirborðs við lóðir og aðkomuleið inná geymslusvæðið.

Ábendingagátt