Íþrótta- og tómstundanefnd

31. ágúst 2011 kl. 15:30

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 137

Mætt til fundar

 • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
 • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
 • Lára Janusdóttir aðalmaður
 • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
 • Gunnar Þór Sigurjónsson áheyrnarfulltrúi

Ritari

 • Anna K. Bjarnadóttir
 1. Almenn erindi

  • 11023021 – Félagsmiðstöðvar og heilsdagsskóli

   Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála kynnti stöðu á sameiningu félagsmiðstöðva og heilsdagsskóla.

  • 1108274 – Samband Íslenskra sveitarfélag, erindi

   Lagt fram erindi dags. 1. júní s.l. frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga varðandi öryggi á sundstöðum.

  • 1108280 – Íþróttastarf 16 ára og yngri, skipting sjóðs

   Íþróttafulltrúi lagði fram yfirlit og gerði grein fyrir afhendingu framlaga vegna íþróttastarfs 16 ára og yngri, fyrri úthlutun, samkv. samningi ÍBH, Hafnarfjarðarbæjar og Alcan

  • 0901163 – Önnur mál 2011, ÍTH

   Formaður Íþróttabandalags Hafnarfjarðar greindi frá samstarfi Iðnskólans í Hafnarfirði og Flensborgarskóla varðandi verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli.

  Fundargerðir

  • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

   Lögð fram til upplýsinga fundargerð vinnuhóps byggingarnefndar um uppbyggingu FH svæðis frá 7. júní s.l.

  • 1101012 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2011

   Lögð fram til upplýsinga fundargerð stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðis frá 30.5. s.l.

Ábendingagátt