Íþrótta- og tómstundanefnd

14. september 2011 kl. 15:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 138

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Gísli Rúnar Gíslason varamaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Gunnar Þór Sigurjónsson áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Ingvar Jónsson
  1. Almenn erindi

    • 1109130 – Íþróttastarf, haustbyrjun

      Íþróttafulltrúi greindi frá haustbyrjun íþróttastarfs í Hafnarfirði.

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur ÍBH að gera könnun hjá aðildarfélögum sínum varðandi æfingagjöld hjá 16 ára og yngri með tilliti til meðaltalshækkunar á milli ára.

    • 1109131 – Íþróttamannvirki, viðhaldsmál

      Íþróttafulltrúi fór yfir helstu atriði varðandi viðhald íþróttamannvirkja Hafnarfjarðarbæjar.

      Íþrótta- og tómstundanefnd leggur áherslu á mikilvægi þess að viðhalda eldri íþróttamannvirkjum bæjarins sómasamlega.

    • 1109132 – Sundstaðir, gjaldskrármál

      Lagt fram yfirlit um gjaldskrár sundstaða á höfuðborgarsvæðinu.

    • 1109149 – Haustfundur Mennta- og menningarmálaráðuneytis og FÍÆT

      Lögð fram dagskrá haustfundar Mennta- og menningarmálaráðuneytis og íþrótta- æskulýðs- og tómstundafulltrúa sem fram fer 22. sept. n.k.

    • 1004558 – 17. júní hátíðarhöld 2011

      Farið yfir 17. Júní hátíðarhöld 2011 sem tókust með ágætum.

      Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir ánægju sinni með hvernig til tókst.

    • 1109139 – Frístundamiðstöðvar, opnun félagsmiðstöðva

      Félagsmiðstöðvar opnuðu formlega föstudaginn 9. sept. s.l. Vel var mætt á alla staði og stemningin góð. Boðið var upp á grillaðar pylsur og síðan tekið óspart við að nýta sér þá aðstöðu og umgjörð sem félagsmiðstöðvarnar bjóða upp á.

    • 1109024 – Frístundamiðstöðvar, umsóknir verkefnisstjóri

      Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála greindi frá umsóknarferli á stöðu verkefnisstjóra frístundamiðstöðva. Verið er að leggja lokahönd á umsóknarferlið.

      Málið tekið nánar fyrir á næsta fundi.

    Fundargerðir

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      Lögð fram til upplýsinga fundargerð byggingarnefndar Kaplakrika frá 9. september s.l. $line$Einnig lögð fram skýrsla um stöðu framkvæmda varðandi frjálsíþróttahús.

Ábendingagátt