Íþrótta- og tómstundanefnd

28. september 2011 kl. 15:00

í Mjósundi 10

Fundur 139

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Lára Janusdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Gunnar Þór Sigurjónsson áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Anna K. Bjarnadóttir
  1. Kynningar

    • 0706123 – Vímuefnarannsókn

      Forvarnarfulltrúi, Geir Bjarnason mætti til fundarins og kynnti niðurstöður rannsóknar Vímuefnaneysla ungs fólks í Hafnarfirði frá Rannsókn og greiningu.

    Almenn erindi

    • 1109024 – Frístundamiðstöðvar, umsóknir verkefnisstjóri

      Ráðningarferli verkefnisstjóra frístundamiðstöðva er nú lokið, ráðnir hafa verið: Andri Ómarsson, Bára Ósk Einarsdóttir, Kristín Ómarsdóttir, Kristján Hans Óskarsson, Linda Hildur Leifsdóttir, Ómar Freyr Rafnsson og Agnar Trausti Júlíusson.

    • 1109300 – SSH framtíðarhópur, íþróttamannvirki

      Tekin fyrir bókun bæjarráðs frá 22. sept. s.l.$line$”8. 1109300 – SSH framtíðarhópur, íþróttamannvirki $line$Lögð fram áfangaskýrsla verkefnahóps SSH um íþróttamannvirki. $line$Niðurstaða fundar: $line$Bæjarráð vísar málinu til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd.”$line$$line$Lögð fram drög að greiningu sept.2011, framkvæmdarhóps SSH, íþróttamannvirki, íþróttastyrkir og sundlaugar.

    Fundargerðir

    • 0901160 – Fundargerðir 2011, Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH,

      Lögð fram til kynningar fundargerð Íþróttabandalags Hafnarfjarðar frá 12.9. s.l.

    • 1101012 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2011

      Lögð fram til upplýsinga fundargerð stjórn skíðasvæða höfuðborgasvæðis frá 1.9. s.l.

Ábendingagátt