Íþrótta- og tómstundanefnd

9. nóvember 2011 kl. 15:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 142

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Gísli Rúnar Gíslason varamaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Valgarður Þrastarson áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Anna K. Bjarnadóttir
  1. Almenn erindi

    • 1111078 – Starfs- og símenntunaráætlun íth 2012

      Íþróttafultrúi kynnti og lagði fram drög að starfsáætlun Íþróttadeildar 2012.

    • 1111081 – Crossfit Hafnarfjörður, styrkbeiðni

      Lögð fram styrkbeiðni frá Crossfit Hafnarfjörður þar sem óskað er eftir styrk vegna réttindamála þjálfara á námskeið fyrir börn og unglinga.

      Íþrótta- og tómstundanefnd getur ekki orðið við erindinu.

    • 1110326 – Foreldraráð Hafnarfjarðar, áheyrnarfulltrúi í fjölskylduráði

      Tekin fyrir bókun fjölskylduráðs frá 2.11. s.l.$line$$line$”8. 1110326 – Foreldraráð Hafnarfjarðar, áheyrnarfulltrúi í fjölskylduráði$line$Lagt fram erindi frá Foreldraráði Hafnarfjarðar, dags. 27. okt. sl., ósk um áheyrnarfulltrúa á fundum Fjölskylduráðs Hafnarfjarðar.$line$Niðurstaða fundar:$line$Vísað til íþrótta- og tómstundanefndar.”

      Frestað til næsta fundar.

    • 0901163 – Önnur mál 2011, ÍTH

      Lögð fram til kynningar ályktun frá aðalfundi Skíðaráðs Reykjavíkur frá 27.10. s.l.

      Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir yfir stuðningi við þá vinnu sem átt hefur sér stað á vettvangi stjórnar skíðasvæðis höfuðborgarsvæða vegna snjóframleiðslu í Bláfjöllum.

    Fundargerðir

    • 0901160 – Fundargerðir 2011, Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH,

      Lögð fram til kynningar fundargerð Íþróttabandalags Hafnarfjarðar frá 11.10. s.l.

    • 0901162 – Fundargerðir 2011, Ungmennaráð Hafnarfjarðar, UMH,

      Lögð fram til kynningar fundargerð Ungmennaráðs Hafnarfjarðar frá 4. nóv. s.l. Þar kemur m.a. fram val á nýjum áheyrnarfulltrúa í Íþrótta- og tómstundanefnd, Sverrir Þrastarson.

      Íþrótta- og tómstundanefnd býður nýjan áheyrnarfulltrúa velkominn.

Ábendingagátt