Íþrótta- og tómstundanefnd

7. desember 2011 kl. 15:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 144

Mætt til fundar

 • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
 • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
 • Gísli Rúnar Gíslason varamaður
 • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Sverrir Valgarður Þrastarson áheyrnarfulltrúi
 • Linda Hildur Leifsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

 • Ingvar Jónsson íþróttafulltrúi
 1. Almenn erindi

  • 1011080 – Íþróttahátíð Hafnarfjarðar 2011, upplýsingar

   Íþróttafulltrúi fór yfir minnispunkta varðandi framkvæmdaratriði íþróttahátíðarinnar.

  • 1110326 – Foreldraráð Hafnarfjarðar, áheyrnarfulltrúi í fjölskylduráði

   Málinu var vísað frá fjölskylduráði til íþrótta- og tómstundanefndar.

   Að svo stöddu getur íþrótta- og tómstundanefnd ekki orðið við ósk Foreldraráðs Hafnarfjarðar um að eiga áheyrnafulltrúa í íþrótta- og tómstundanefnd. Starfsemi sem fram fer í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum er ekki lögbundin líkt og starfsemi grunnskólanna og því ekki hægt að leggja að jöfnu.$line$Íþrótta- og tómstundanefnd leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að eiga gott samstarf við Foreldraráð og leggur til að fulltrúa þess verði boðið eftir þörfum til fundar nefndarinnar þegar málefni frístundaheimila og félagsmiðstöðva eru sérstaklega til umfjöllunar. $line$

  • 0911127 – Niðurgreiðslur íþrótta- og tómstunda - yfirlit

   Daníel Pétursson verkefnisstjóri íþróttadeildar mætti til fundarins og fór yfir samantekt á niðurgreiðslum vegna íþrótta- og tómstunda á haustönn 2011.

  • 0812046 – ÍBH, Hafnarfjarðarbær, Alcan, úthlutun skv. samningi

   Lögð fram til kynningar drög að úthlutun styrkja til íþróttafélaganna samkvæmt samningi þar um vegna íþróttastarfs 16 ára og yngri með tilliti til menntunarþáttar þjálfara og námskrárgerðar íþróttafélaganna og nema þeir alls kr. 6.000.000.-. Afhending styrkjanna fer fram á Íþróttahátíðinni 29. desember nk.

  • 1112044 – Jólasmiðja ÍTH

   Kynning á opnun frístundaheimila um jól og áramót.

Ábendingagátt