Íþrótta- og tómstundanefnd

14. desember 2011 kl. 15:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 145

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Helga Vala Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Valgarður Þrastarson áheyrnarfulltrúi
  • Linda Hildur Leifsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingvar Sigurður Jónsson

Ritari

  • Ingvar Jónsson íþróttafulltrúi
  1. Almenn erindi

    • 1011080 – Íþróttahátíð Hafnarfjarðar 2011

      Lögð fram dagskrá hátíðarinnar sem haldin verður í Íþróttahúsinu við Strandgötu, fimmtudaginn 29. desember nk. kl. 18:00.$line$Alls verða heiðraðir um 569 Íslandsmeistarar, 11 hópar Bikarmeistara, sérviðurkenningar til 6 einstaklinga vegna Heims- og Norðurlandameistaratitla. Einnig verða veittir viðurkenningarstyrkir til íþróttafélaga vegna Íslands- og Bikarmeistaratitla í efstu flokkum, alls 11 hópar og til úthlutunar kr. 3.300,000$line$Tilnefningar á afreksmönnum og val á íþróttakarli, íþróttakonu og íþróttaliði ársins.$line$

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir tilnefningu á íþróttakarli og íþróttakonu Hafnarfjarðar árið 2011 og afreksmönnum íþróttafélaganna í Hafnarfirði sem skarað hafa fram úr á árinu. $line$Einnig samþykkt tilnefning á íþróttaliði ársins 2011.$line$ $line$Fylgir með á sérblaði og sendist til Fjölskylduráðs til umfjöllunar.$line$

Ábendingagátt