Íþrótta- og tómstundanefnd

18. janúar 2012 kl. 15:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 146

Mætt til fundar

 • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
 • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
 • Helga Vala Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
 • Sverrir Valgarður Þrastarson áheyrnarfulltrúi
 • Ellert Baldur Magnússon starfsmaður
 • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
 • Daníel Pétursson fundarritari
 • Linda Hildur Leifsdóttir starfsmaður

Ritari

 • Daníel Pétursson Verkefnastjóri íþróttamála
 1. Almenn erindi

  • 1201337 – Aðgangstölur sundstaða 2011

   Lagt fram upplýsingar yfirlit um aðsóknartölur í sundlaugar bæjarins árið 2011. $line$Aðsókn alls í sundlaugar Hafnarfjarðar árið 2011 var 576.828 sem er aukning um 50 þús gesti.

  • 1011080 – Íþróttahátíð Hafnarfjarðar 2011

   Rætt um íþrótta- og viðurkenningarhátíð sem haldin var í desember s.l í íþróttahúsinu v/Strandgötu að viðstöddu fjölmenni. Þar voru heiðraðir allir þeir sem urðu Íslands-, Bikar- og Norðulandameistarar með íþróttafélögum frá Hafnarfirði. Auk þess sem útnefning á íþróttakonu og íþróttamanni í Hafnarfirði árið 2011 og íþróttaliði ársins 2011 fór fram.

   Íþrótta- og tómstundanefnd óskar öllum hafnfirskum íþróttamönnum ársins 2011 til hamingju með frábæran árangur.

  • 1201357 – Húsaleigustyrkir til ÍBH 2011 yfirlit

   Lagt fram yfirlit íþróttafulltrúa um húsaleigukostnað vegna afnota aðildarfélagaÍBH af íþróttahúsnæði árið 2011 og skiptingu á milli íþróttafélaga samkvæmt fjárhagsáætlun og tímaúthlutun til ÍBH.

  • 11023021 – Félagsmiðstöðvar og heilsdagsskóli

   215 fundur Fjölskylduráðs haldin 14.desember 2011 vísar til íþrótta- og tómstundanefndar spurningum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjölskylduráði varðandi sameininguna félagsmiðstöðva og heildagsskóla $line$

   Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála fór yfir spurningarnar og lagði fram svör við þeim.

  • 1201359 – Grunnskólahátíð 2012

   Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála sagði frá undirbúningi Grunnskólahátíðar 2012 Sem haldin er í febrúar n.k.$line$

   Grunnskólahátíðin verður haldin í Íþróttahúsinu Strandgötu, miðvikudaginn 15. febrúar.

  • 1201358 – Afreksmannsjóður, boð á úthlutun

   Lagt fram boð á úthlutun styrkja úr Afreksmannasjóði ÍBH til aðildarfélaga ÍBH, athöfnin fer fram 20. jan. n.k. í Álfafelli, Íþróttahúsinu v/Strandgötu.

  Fundargerðir

  • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

   Lögð fram fundargerð 98. fundur vinnuhóps/bygginganefndar um uppbyggingu FH svæðis í Kaplakrika sem var haldin 24. nóvember 2011 á Norðurhellu 2.

  • 0901160 – Fundargerðir 2011, Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH,

   Lögð fram fundargerð Íþróttabandalags Hafnarfjarðar 5. fundur stjórnar, starfstímabilið 2011-2013. Haldinn 2. desember 2011 í Íþróttahúsinu við Strandgötu.

  • 1101012 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2011

   Lögð fram fundargerð Stjórnar skíðasvæða Höfuðborgarsvæðisins haldinn föstudaginn 8. desember 319 fundur, haldinn í borgartúni 12.

Ábendingagátt