Íþrótta- og tómstundanefnd

1. febrúar 2012 kl. 15:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 147

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Helga Vala Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Ellert Baldur Magnússon starfsmaður
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1201547 – Aðsóknartölur í íþróttahús og íþróttamiðstöðvar

      Lagt fram yfirlit um aðsóknartölur í íþróttahús og íþróttamiðstöðvar Hafnarfjarðar fyrir árið 2011. Aðsókn alls í íþróttahús í Hafnarfirði var 1.468.494 sem er aukning um 76 þús gesti.

      .

    • 1201548 – Afreksmannasjóður, úthlutun

      Lagt fram til upplýsinga yfirlit yfir þau aðildarfélög ÍBH sem fengu styrk úr afreksmannasjóði Íþróttabandalags Hafnarfjarðar Þá var jafnframt farið yfir heildarúthlutun úr Afreksmannasjóði á árinu 2011 og kemur þar fram að samtals var úthlutað til afreksmála 7,655 milljónum á árinu.

    • 1201549 – Lífshlaupið 2012, Fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ

      Lögð fram til kynningar dagskrá fræðslu- og hvatningarverkefnisins Lífshlaupið á vegum Íþróttasambands Íslands.

    • 1201517 – Skíðasvæðið í Skálafelli, erindi KR

      Lagt fram erindi til kynningar, stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins dags. 20. janúar 2012 þar sem gerð er grein fyrir hugmyndum íþróttafélagsins KR varðandi opnun skíðasvæðisins í Skálafelli.

      Hörður Þorsteinsson sem er í stjórn skíðasvæða, mætti til fundarins og fór yfir málið.

    • 1201556 – Atvinnutorg-atvinnuleitandi ungmenni

      Forvarnarafulltrúi, Geir Bjarnason mætti til fundarins, með kynning varðandi ungmenni í atvinnuleit.

    • 1201582 – Viðburðir hjá Í.T.H

      Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála sagði frá helstu viðburðum hjá ÍTH: Grunnskólahátíð. Söngvakeppni og Hroll.

    • 1201584 – 17. júní, framkvæmdanefnd

      Rætt um skipulagningu 17. júní hátíðarhalda.

      Þjóðhátíðarnefnd skipa aðalmenn íþrótta- og tómstundanefndar og framkvæmdarnefnd skipa starfsmenn skrifstofu æskulýðs- og tómstundamála og forvarnarfulltrúi.

    • 11023021 – Félagsmiðstöðvar og heilsdagsskóli

      Lagðar fram spurningar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna sameiningar heildagsskóla og félagmiðstöðva

      Deildarstjóra æskulýðs- og tómstundamála mun svara spurningum.

    Fundargerðir

    • 0901160 – Fundargerðir 2011, Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH,

      Lögð fram til kynningar fundargerð Íþróttabandalags Hafnarfjarðar frá 16.01 2012

    • 1101012 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2011

      Lögð fram til kynningar fundagerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðis frá 20.01 2012

Ábendingagátt