Íþrótta- og tómstundanefnd

28. mars 2012 kl. 15:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 151

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Helga Vala Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Valgarður Þrastarson áheyrnarfulltrúi
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari
  • Linda Hildur Leifsdóttir starfsmaður

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1203246 – ÍBH, tímaúthlutun 2012 - 2013

      Íþróttafulltrúi lagði fram tímaúthlutun til ÍBH fyrir árið 2012-2013 í íþróttamannvirkjum í Hafnarfirði. Úthlutaðir tímar eru um 26 þúsund þegar saman er tekin sumar- og vetrarúthlutun.

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir úthlutunina.

    • 1203248 – Tímaúthlutun í íþróttamannvirkinum til skóla 2012 - 2013

      Íþróttafulltrúi lagði fram til upplýsingar drög að tímaúthlutun í íþróttamannvirki til skóla vegna skólaársins 2012 – 2013. Um er að ræða um 40 þúsund tíma í úthlutun.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1203132 – Sumarstörf ÍTH 2012 atvinnuauglýsingar

      Linda Hildur Leifsdóttir verkefnastjóri ÍTH, sagði frá auglýstum sumarstörfum hjá ÍTH.

      Reiknað er með um 800 umsóknum og að ráðið verði u.þ.b. 300 17 ára og eldri.

    • 1203253 – Ungmennaþing

      Linda Hildur Leifsdóttir verkefnastjóri ÍTH, kynnir ungmennaþing.

      Ungmennaþing var haldið 21. mars s.l. í lækjarskóla, þar sem mætu u.þ.b. 40 ungmenni. Ungmennaráð fer yfir hugmyndir sem komu fram, og kynnir niðurstöður síðar.

    • 1008266 – Vettvangsferð á starfsstaði málaflokksins.

      Farið á vettfang Tómstundamiðstöð Lækjarskóla-Frístundaheimili og Musik og mótor, aðstæðut skoðaðar og sagt var frá starfsemi staðanna.

    Fundargerðir

    • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

      Lagðar fram fundagerðir Ungmennaráðs Hafnarfjarðar frá 11.janúar. 22 febrúar og 14. mars 2012

      Sverrir Þrastarsson áheyrnarfulltrúi ungmenna fór yfir fundagerðir Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

Ábendingagátt