Íþrótta- og tómstundanefnd

25. apríl 2012 kl. 15:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 152

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Helga Vala Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Valgarður Þrastarson áheyrnarfulltrúi
  • Ellert Baldur Magnússon starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1204252 – Viðhaldsáætlun útisvæða íþróttafélaganna árið 2012

      Lögð fram til upplýsinga viðhaldsáætlun útiíþróttasvæða í Hafnarfirði fyrir árið 2012

    • 1105319 – Golfklúbburinn Setberg, rekstrarstyrkur

      Lagt fram bréf frá Golfklúbb Setbergs með ósk um rekstrarstyrk.

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að styrkja erindið um kr. 150.000 og felur íþróttafulltrúa afgreiðslu þess. Deildarstjóra æskulýðs- og tómstundamála falið að vinna úr ósk Golfklúbbsins um framlag frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar.

    • 1204254 – Umsókn um styrk frá Klifurdeild Fimleikaf. Bjarkar

      Lagt fram bréf frá Klifurdeild Fimleikafélagsins Bjarkar með ósk um styrk að upphæð kr. 200.000 til að halda Norrænar æfingabúðir fyrir ungmenni 12 – 18 ára í klettaklifri.

      Íþrótta- og tómstundanefnd finnst verkefnið athyglisvert, en getur ekki orðið við erindinu.

    • 1204281 – Nýtta aðildarfélag Í.B.H. Hjólreiðafélagið Bjartur

      Á fundi Í.B.H 16. apríl var inntaka nýs félags Hjólreiðafélagsins Bjarts samþykkt.

      Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir ánægju sinni með að stofnað hefur verið Hjólreiðafélag og inntaka þess í Í.B.H.

    • 1201584 – 17. júní, framkvæmdanefnd

      Rætt um skipulagningu 17. júní hátíðarhalda. Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála greindi frá undirbúningi. Dagskrá er að mótast.

    • 1203132 – Sumarstörf ÍTH 2012

      Sagt frá umsóknum um sumarstörf hjá Í.T.H. Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála greindi frá gjaldskrá vegna sumarnámskeiða, leikjanámskeið skólagarðar og fl. og leggur til að hækka gjaldskrá. Laun hjá vinnuskóla hafa ekki hækkað s.l. 3 ár, en nú er gert ráð fyrir að laun hækki um 5% eins og gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun

      Lögð fram tillaga að nýrri gjaldskrá(fylgiskjal).

    • 1204336 – Fjölskyldustefna Hafnarfjarðar.Endurskoðuð2012-2014

      Lagt fram til kynningar,endurskoðuð drög/vinnuplagg um Fjölskyldustefnu Hafnarfjarðar 2012-2014

    • 0901163 – Önnur mál ÍTH.

      Fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í íþrótta- og tómstundanefnd Helga Vala Gunnarsdóttir fylgdi eftir spurningum varðandi sameiningu félagsmiðstöðva og heildagsskóla, sem lagðar voru fram í íþrótta- og tómstundanefnd, 147 fundi 1.febrúar og 148 fundi 15. febrúar(lögð fram svör). $line$$line$

      Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála fór yfir stöðu mála varðandi sameiningu félagsmiðstöðva og heildagsskóla.

    Fundargerðir

    • 1204255 – 100. fundur vinnuhóps/byggingarnefndar um uppbyggingu FH svæðis í

      Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarnefndar um uppbyggingu FH svæðis í Kaplakrika haldin fimmtudaginn 3. apríl 2012 á skrifstofu Umhverfis- og framkvæmda að Norðurhellu 2.

    • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2012

      Lögð fram tilkynningar fundagerð stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðis frá mánudeginum 12. mars 2012

    • 1203131 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH, fundargerðir 2012

      Lögð fram til kynningar fundargerðÍþróttabandalags Hafnarfjarðar frá

      Formaður I.B.H. Hrafnkell Marinósson fór yfir fundagerð.

Ábendingagátt