Íþrótta- og tómstundanefnd

6. júní 2012 kl. 15:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 155

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Helga Vala Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1205349 – Framlag vegna íþróttastarf 16 ára og yngri. ÍBH-Alcan á Íslandi- Hafnarfjörður.

      Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍBH lagði fram yfirlit og gerði grein fyrir afhendingu framlaga vegna íþróttastarfs 16 ára og yngri, fyrri úthlutun, samkv. samningi ÍBH, Hafnarfjarðarbæjar og Alcan

      Framkvæmdastjóri ÍBH benti á að þetta væri einn af stærstu samningm á landsvísu til styrktar barna- og unglingaíþróttastarfi.

    • 1205256 – Breytingar á niðurgreiðslum æfingargjalda.

      Lögð fram drög að breyttum reglum um niðurgreiðslur æfingagjalda með tilliti til fyrirhugaðar breytinga með tengingu við Nora-kerfið.

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar þeim áfram til fjölskylduráðs

    • 1201584 – 17. júní, Skipulagning hátíðahalda

      Kynning á dagskrá 17. júní hátíðahalda.

      Geir Bjarnason starfandi deildarstjóri æskulyðs- og tómstundamála lagði fram og kynnti dagskrá 17. júní hátíðahalda.

    • 1206050 – Staða félagsmiðstöðvastarfs í Hafnarfirði

      Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi kynnir skýrslu um stöðu félagsmiðstöðvastarfs í Hafnarfirði$line$eftir samruna félagsmiðstöðva og frístundaheimila.$line$

      Lögð fram skýrsla um stöðu félagsmiðstöðvastarfs í Hafnarfirði.$line$

    • 1206057 – Heilsdagsskólakönnun ÍTH 2012

      Geir Bjarnason forvarnarfulltrúi kynnti Heilsdagsskólakönnun ÍTH 2012$line$

    Fundargerðir

    • 1203131 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH, fundargerðir 2012

      Lögð fram til kynningar fundagerð Íþróttabandalags Hafnarfjarðar frá 21 maí 2012.

      Elísabet Ólafsdóttir sagði frá fundi stjórnar Íþróttabandalags Hafnarfjarðar, sem var haldinn hjá Golfklúbbi Setbergs, og fór yfir fundargerð frá 21. maí.

    • 1205351 – Fundargerð eftirlitsnefndar með fjármálum íþrótta-og æskulýðsfélaga.

      Lagt fram til kynningar fundargerðir eftirlitsnefndar með fjármálum íþrótta-og æskulýðsfélaga, frá 14.05.2012 og 29.05.2012

    • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2012

      Lagt fram til kynningar fundagerð stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, 325 fundur stjórnar haldin 21.05. 2012

Ábendingagátt