Íþrótta- og tómstundanefnd

24. september 2012 kl. 15:15

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 158

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Helga Vala Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1109130 – Íþróttastarf, haustbyrjun

      Íþróttafulltrúi greindi frá haustbyrjun íþróttastarfs í Hafnarfirði.

      Kynning á haustbyrjun íþróttastarfs árið 2012.

    • 1109131 – Íþróttamannvirki, viðhaldsmál

      Íþróttafulltrúi fór yfir helstu atriði varðandi viðhald íþróttamannvirkja Hafnarfjarðarbæjar á árinu

    • 1209322 – Erindi frá UMFÍ, varðandi MOW WEEK- verkefnið

      Lagt fram bréf frá UMFÍ frá 10 september 2012. Markmiðið er að fá sem flesta Evrópubúa til að hreyfa sig fyrstu viku í október.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1202073 – Stefnumótun menningar- og ferðamálanefndar í ferðamálum.

      Lögð fram ofangreind stefnumótun ásamt erindi menningar- og ferðamálafulltrúar f.h. nefndarinnar þar sem óskað er eftir umsögn um stefnumótunina.

      Íþrótta-og tómstundanefnd tekur undir nauðsyn á auknu samstarfi um móttöku ferðamanna til bæjarins.$line$ Lögð er áhersla á mikilvægi íþróttafélaganna og íþróttaaðstöðunnar í því sambandi. Sérstaklega bent á íþróttaútivistarsvæði og mikilvægi vatnsins í Hafnarfirði og glæsilegra sundstaða fyri alla.

    • 1209342 – Cuxhaven, heimsóknarboð

      Starfandi Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála segir frá heimsóknarboði fár Cuxhaven.

      Íþrótta-og tómstundanefnd samþykkir að þyggja boðið, og felur starfandi Deildastjóra æskulýðs- og tómstundamála að undirbúa verkefnið.

    • 1209343 – Húsnæðismál skrifstofu æskulýðsmála

      Starfandi Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála fer yfir húsnæðismál skrifstofu æskulýðsmála.

      $line$Stefnt að því að öll starfsemi æskulýðs- og tómstundamála verði flutt úr “Gamla bókasafni” við Mjósund fyrir áramót.

    Fundargerðir

    • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

      Lögð fram fundagerð Ungmennaráðs Hafnarfjarðar 34. fundur haldinn fimmtudaginn 6. september 2012 kl. 19.00

      Lagt fram til kynningar. Áheyrnafulltrúi Ungmennaráðs fór yfir fundagerð.

    • 1203131 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH, fundargerðir 2012

      Lagt fram til kynningar fundagerð Íþróttabandalags Hafnarfjarðar frá 17. september 2012 11. fundur stjórnar starfstímabilið 2011-2013

      Framkvæmdastjóri ÍBH fór yfir fundagerð. Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt