Íþrótta- og tómstundanefnd

8. október 2012 kl. 15:15

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 159

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Helga Vala Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

  • Daníel Pétrusson
  1. Almenn erindi

    • 1210020 – Fjárhagsáætlun 2013, vinnuáætlun

      Íþróttafulltrúi og starfandi deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála fara yfir helstu atriði varðandi gerð og skil á fjárhagsáætlu fyrir n.k. ár 2013.

      Kynning á helstu atriðum við gerð fjárhagsáætlunar.Launaáætlun, rekstraráætlun, viðhaldsmál og fl.

    • 1210027 – Stangveiðifélag Hafnarfjarðar, styrkumsókn.

      Lagt fram bréf frá Stangveiðifélagi Hafnarfjarðar, sem sækir um tómstundastyrk að upphæð 150.000- vegna unglingastarf SVH.

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að veita SVH tómstundastyrk að upphæð kr. 50.000- og felur Starfandi Deildastjóra æskulýðs- og tómstundamála að afgreiða styrkinn. Einnig bendir nefndin á að börn/unglingar 6 til 16 ára sem eru í skipulagðri kennslu/þjálfun í að minnstaa kosti 10 vikur í senn og að lágmarki eina æfingu í viku eiga rétt á að fá niðurgreiðslur frá Hafnarfjarðarbæ.

    • 1206050 – Staða félagsmiðstöðvastarfs í Hafnarfirði

      Starfandi Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála kynnir starfsemi og stöðu félagsmiðstöðva í Hafnarfirði.

      Farið yfir Minnismiða um upphaf starfsemi félagsmiðstöðva, veturi 2012 -2013. Engar stórvægilegar breytingar, umfang og starfsemi svipað og áður.

    Fundargerðir

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      Lagt fram til kynningar fundagerð Bygginganefndar Kaplakrika svæðis frá 24. september 2012 103. fundur.

      Íþróttafulltrúi fór yfir fundagerð, lagt fram til kynningar.

    • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2012

      Lagt fram til kynningar fundagerð stjórnar Skíðasvæði höfuðborgarsvæðis.327 fundur, haldinn mánudaginn 17. september 2012.

      Íþróttafulltrúi fór yfir fundagerð.

    • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

      Lögð fram fundargerð Ungmennaráðs Hafnarfjarðar 36. fundur haldinn miðvikudaginn 3.október 2012.

      Lagt fram til kynningar. Áheyrnafulltrúi Ungmennaráðs fór yfir fundagerð.

Ábendingagátt