Íþrótta- og tómstundanefnd

19. nóvember 2012 kl. 14:30

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 161

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Helga Vala Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1211159 – Jólaopnun frístundaheimila

      Kynning á drögum að jólasmiðju, sem verður í íþróttahúsi Setbergsskóla, frá 21. desember til og með 3. janúar. Opnunartími er frá kl. 8.00 – 17.00

      Íþrótta-og tómstundanefnd samþykkir drög að jólasmiðju.

    • 1211160 – ÍTH námskeið, nemendafélaga í Hafnarfirði.

      Kynning á námskeiði fyrir fulltrúa 10. bekkjar í stjórnum nemendafélaga grunnskóla í Hafnarfirði. Námskeið haldið í Setrinu Setbergsskóla, föstudaginn 23. nóvember.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1210635 – Hjólabrettasvæði

      Lagt fram erindi vegna hjólabrettaaðstöðu frá nemendum unglingadeildar Öldutúnsskóla.

      Formanni íþrótta- og tómstundanefndar og starfandi deildarstjóra æskulýðs- og tómstundamála falið að ræða við viðkomandi.

    • 1211008 – Áfengisauglýsingar á íþróttasvæðum

      Erindi frá foreldrasamtökum, varðandi áfengisauglýsingar á íþróttasvæðum.

      Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur íþróttafélög í Hafnarfirði að fara eftir þeim lögum og reglum, sem í gildi eru um áfengisauglýsingar á íþróttasvæðum og í íþróttamannvirkjum.

    • 1211147 – Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar

      Kynnt bréf frá stjórnarmanni í Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar, varðandi akstur ungmenna á óskráðum hjólum á götum bæjarins.

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur forstöðumanni Musik og Mótors að hafa samband við Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar um samstarf þeirra á milli.

    • 1011080 – Íþróttahátíð Hafnarfjarðar 2012

      Lögð fram drög að dagskrá.Íþróttahátíðar Hafnarfjarðar,sem verður haldi í Íþróttahúsi Strandgötu föstudqaginn 28. desember n.k.

      Samþykkt var að skipa undirbúningsnefnd til að skipuleggja dagskrá Íþróttahátíðarinnar 28. des. nk., yfirfara upplýsingar frá íþróttafélögum vegna viðurkenninga og ganga frá tillögum fyrir næsta fund. Nefndina skipa formaður og framkvæmdastjóri ÍBH, formaður ÍTH og íþróttafulltrúi.

    • 1211144 – Formannafundur Íþróttabandalags Hafnarfjarðar

      Lögð fram ályktun frá formannafundi íþróttabandalags Hafnarfjarðar.

      Framkvæmdastjóri ÍBH fór yfir ályktun formannafundar ÍBH$line$Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur bæjaryfirvöld til að taka upp viðræður við íþróttahreyfinguna um alyktun formannafundar ÍBH.

    • 1211146 – Könnun um ánægju í íþróttum.

      Lögð fram könnun frá Rannsókn og greiningu meðal ungmenna sem stunda íþróttir innan Ungmennafélags Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í íþróttahéraði ÍBH, varðandi ánægju í íþróttum.

      Framkvæmdastjóri ÍBH fór yfir könnun frá Rannsókn og greiningu. Íþrótta- og tómstundanefn fagnar jákvæðri niðurstöðum úr könnun Ransóknar og greiningar.

    Fundargerðir

    • 1203131 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH, fundargerðir 2012

      Lagt fram til kynningar fundagerð 13. fundur stjórnar IBH starfstímabilið 2011-2012 Haldinn 5. nóvember 2012.

      Fulltrúi ÍBH fór yfir fundargerðina.

    • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

      Lögð fram fundargerðir Ungmennaráðs Hafnarfjarðar 38 fundur haldinn miðvikudaginn 31. október 2012 og 39 fundur haldinn miðvikudaginn 14. nóvember 2012

      Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs fór yfir fundargerðir.

Ábendingagátt