Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í Íþróttahúsinu við Strandgötu
Lagt fram upplýsingar yfirlit um aðsóknartölur í sundlaugar bæjarins árið 2012. $line$Aðsókn alls í sundlaugar Hafnarfjarðar árið 2012 var 603.921 sem er aukning um 27.093 þús gesti.
Lagt fram til kynningar.
Rætt um íþrótta- og viðurkenningarhátíð sem haldin var í desember s.l í íþróttahúsinu v/Strandgötu að viðstöddu fjölmenni. Þar voru heiðraðir allir þeir sem urðu Íslands-, Bikar- og Norðulandameistarar með íþróttafélögum frá Hafnarfirði. Auk þess sem útnefning á íþróttakonu og íþróttamanni í Hafnarfirði árið 2012 og íþróttaliði ársins 2012 fór fram.
Íþrótta- og tómstundanefnd óskar öllum hafnfirskum íþróttamönnum ársins 2012 til hamingju með frábæran árangur.
Úthlutun styrkja úr Afreksmannasjóði ÍBH til aðildarfélaga ÍBH, fer fram í janúar.
Bæjarráð vísar hugmyndum um að leggja niður íþrótta- og tómstundanefnd til fjölskylduráðs, íþrótta- og tómstundanefndar, ÍBH og ungmennaráðs.$line$
Meirhluti Íþrótta- og tómstundanefndar er alfarið á móti þeirri hugmynd að leggja niður íþrótta- og tómstundanefnd. Með vísan til íþróttalaga nr. 64. frá 18.06.98 varðandi skyldur sveitarfélaga um að hafa samstarf um íþróttamálefni við íþróttahreyfinguna og umfang málaflokksins væri nær að sveitarfélagið gerði honum hærra undir höfði en nú er í stjórnsýslunni.$line$Samkvæmt æskulýðslögum 5. kafla 11. grein frá 2007 skal sveitastjórn hafa starfandi æskulýðsnefndir og tryggja að ungmennaráð starfi. Það fyrirkomulag sem nú er í gangi tryggir aðgang íþróttahreyfingarinnar, ungmennaráðs og foreldrafélögum bæjarins að umræðum og ákvörðunum varðandi áherslur Hafnarfjarðarbæjar í málefnum sem tengjast íþróttum, forvörnum og tómstundum. $line$ÍTH nefndin ber ábyrgð á mikilvægum málaflokkum í Hafnarfirði og hefur fátt bent til þess að nefndin hafi ekki sinnt því verkefni vel og á skilvirkan hátt án mikils kostnaðar. ÍTH hefur auk þess haft frumkvæði að því að innleiða mörg verkefni bæði stór og smá í íþótta ?og æskulýðsmálum sem mörg sveitarfélög í hringum okkur hafa litið til. Með fluttingi ÍTH yfir til fjölskylduráðs er hætta á að mörg þessara verkefna eða málefna fái litla efnislega umfjöllun og þjónustuþegar nefndarinnar eins og unga fólkið, foreldrar í foreldrafélögum og hin fjölmörgu íþróttafélög sem eru undir hatti ÍBH hefðu litla aðkomu að umfjöllun mála í ráðum bæjarins. $line$
Starfandi Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála kynnir drög um umsóknarferli, varðandi sumarráðningar starfsfólks hjá Hafnarfjarðarbæ
Íþrótta- og tómstundanefnd felur æskulýðsfulltrúa að leita umsagnar starfsmannastjóra, garðyrkjustjóra, Atvinnumiðstöðvar Hafnarfjarðar og annara er málið varðar.
Starfandi Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála sagði frá helstu viðburðum hjá ÍTH: Grunnskólahátíð og spurnngakeppnina, Veistu svarið? Lið frá öllum unglingadeildum grunnskólanna í Hafnarfirði, auks liðs frá Álftanesi keppa.
Grunnskólahátíð verður haldin miðvikudaginn 6. febrúar í Íþróttahúsi Strandgötu og Gaflaraleikhúsinu.
Forvarnarafulltrúi fór yfir og kynnti árskýrslu Litla hóps.$line$
Lögð fram fundargerðir Ungmennaráðs Hafnarfjarðar 41. fundur,miðvikudaginn 10.des. og 42. fundur,miðvikudsginn 9.jan haldinn í Gamla bókasafninu.
Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs fór yfir fundargerðir.
Lagt fram til kynningar fundargerð 14. fundar stjórnar IBH starfstímabilið 2011-2013$line$Haldinn 7. desember 2012 á skrifstofu íþróttafulltrúa Íþróttahúsinu við Strandgötu
Fulltrúi IBH fór yfir fundargerð.
Lagt fram til kynningar fundargerð stjórnar Skíðasvæði höfuðborgarsvæðis 328 fundur, haldinn mánudaginn 17. desember 2012
Íþróttafulltrúi fór yfir fundargerð.