Íþrótta- og tómstundanefnd

14. janúar 2013 kl. 15:15

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 164

Mætt til fundar

 • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
 • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
 • Helga Vala Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
 • Ingvar Sigurður Jónsson fundarritari
 • Geir Bjarnason starfsmaður

Ritari

 • Daníel Pétursson
 1. Almenn erindi

  • 1201337 – Aðgangstölur sundstaða 2012

   Lagt fram upplýsingar yfirlit um aðsóknartölur í sundlaugar bæjarins árið 2012. $line$Aðsókn alls í sundlaugar Hafnarfjarðar árið 2012 var 603.921 sem er aukning um 27.093 þús gesti.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1011080 – Íþróttahátíð Hafnarfjarðar 2012

   Rætt um íþrótta- og viðurkenningarhátíð sem haldin var í desember s.l í íþróttahúsinu v/Strandgötu að viðstöddu fjölmenni. Þar voru heiðraðir allir þeir sem urðu Íslands-, Bikar- og Norðulandameistarar með íþróttafélögum frá Hafnarfirði. Auk þess sem útnefning á íþróttakonu og íþróttamanni í Hafnarfirði árið 2012 og íþróttaliði ársins 2012 fór fram.

   Íþrótta- og tómstundanefnd óskar öllum hafnfirskum íþróttamönnum ársins 2012 til hamingju með frábæran árangur.

  • 1201358 – Afreksmannsjóður.

   Úthlutun styrkja úr Afreksmannasjóði ÍBH til aðildarfélaga ÍBH, fer fram í janúar.

  • 1212081 – Hagræðing í stjórnsýslu Hafnarfjarðarbæjar - tillaga úr bæjarstjórn

   Bæjarráð vísar hugmyndum um að leggja niður íþrótta- og tómstundanefnd til fjölskylduráðs, íþrótta- og tómstundanefndar, ÍBH og ungmennaráðs.$line$

   Meirhluti Íþrótta- og tómstundanefndar er alfarið á móti þeirri hugmynd að leggja niður íþrótta- og tómstundanefnd. Með vísan til íþróttalaga nr. 64. frá 18.06.98 varðandi skyldur sveitarfélaga um að hafa samstarf um íþróttamálefni við íþróttahreyfinguna og umfang málaflokksins væri nær að sveitarfélagið gerði honum hærra undir höfði en nú er í stjórnsýslunni.$line$Samkvæmt æskulýðslögum 5. kafla 11. grein frá 2007 skal sveitastjórn hafa starfandi æskulýðsnefndir og tryggja að ungmennaráð starfi. Það fyrirkomulag sem nú er í gangi tryggir aðgang íþróttahreyfingarinnar, ungmennaráðs og foreldrafélögum bæjarins að umræðum og ákvörðunum varðandi áherslur Hafnarfjarðarbæjar í málefnum sem tengjast íþróttum, forvörnum og tómstundum. $line$ÍTH nefndin ber ábyrgð á mikilvægum málaflokkum í Hafnarfirði og hefur fátt bent til þess að nefndin hafi ekki sinnt því verkefni vel og á skilvirkan hátt án mikils kostnaðar. ÍTH hefur auk þess haft frumkvæði að því að innleiða mörg verkefni bæði stór og smá í íþótta ?og æskulýðsmálum sem mörg sveitarfélög í hringum okkur hafa litið til. Með fluttingi ÍTH yfir til fjölskylduráðs er hætta á að mörg þessara verkefna eða málefna fái litla efnislega umfjöllun og þjónustuþegar nefndarinnar eins og unga fólkið, foreldrar í foreldrafélögum og hin fjölmörgu íþróttafélög sem eru undir hatti ÍBH hefðu litla aðkomu að umfjöllun mála í ráðum bæjarins. $line$

  • 1301368 – Sumarráðningar starfsmanna ÍTH 2013

   Starfandi Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála kynnir drög um umsóknarferli, varðandi sumarráðningar starfsfólks hjá Hafnarfjarðarbæ

   Íþrótta- og tómstundanefnd felur æskulýðsfulltrúa að leita umsagnar starfsmannastjóra, garðyrkjustjóra, Atvinnumiðstöðvar Hafnarfjarðar og annara er málið varðar.

  • 1201582 – Viðburðir hjá Í.T.H

   Starfandi Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála sagði frá helstu viðburðum hjá ÍTH: Grunnskólahátíð og spurnngakeppnina, Veistu svarið? Lið frá öllum unglingadeildum grunnskólanna í Hafnarfirði, auks liðs frá Álftanesi keppa.

   Grunnskólahátíð verður haldin miðvikudaginn 6. febrúar í Íþróttahúsi Strandgötu og Gaflaraleikhúsinu.

  • 0712082 – Litli hópur, ársyfirlit

   Forvarnarafulltrúi fór yfir og kynnti árskýrslu Litla hóps.$line$

   Lagt fram til kynningar.

  Fundargerðir

  • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

   Lögð fram fundargerðir Ungmennaráðs Hafnarfjarðar 41. fundur,miðvikudaginn 10.des. og 42. fundur,miðvikudsginn 9.jan haldinn í Gamla bókasafninu.

   Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs fór yfir fundargerðir.

  • 1203131 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH, fundargerðir 2012

   Lagt fram til kynningar fundargerð 14. fundar stjórnar IBH starfstímabilið 2011-2013$line$Haldinn 7. desember 2012 á skrifstofu íþróttafulltrúa Íþróttahúsinu við Strandgötu

   Fulltrúi IBH fór yfir fundargerð.

  • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2012

   Lagt fram til kynningar fundargerð stjórnar Skíðasvæði höfuðborgarsvæðis 328 fundur, haldinn mánudaginn 17. desember 2012

   Íþróttafulltrúi fór yfir fundargerð.

Ábendingagátt