Íþrótta- og tómstundanefnd

28. janúar 2013 kl. 15:15

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 165

Mætt til fundar

 • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
 • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
 • Helga Vala Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
 • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
 • Geir Bjarnason starfsmaður
 • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

 • Daníel Pétursson
 1. Almenn erindi

  • 1201547 – Aðsóknartölur í íþróttahús og íþróttamiðstöðvar

   Lagt fram yfirlit um aðsóknartölur í íþróttahús og íþróttamiðstöðvar Hafnarfjarðar fyrir árið 2012. Aðsókn alls í íþróttahús í Hafnarfirði var 1.496.426 sem er aukning um 27.932 þús gesti frá 2011.

   Lagt fram til kynningar

  • 1201357 – Húsaleigustyrkir til ÍBH 2012 yfirlit

   Lagt fram yfirlit íþróttafulltrúa um húsaleigukostnað vegna afnota aðildarfélagaÍBH af íþróttahúsnæði árið 2012 og skiptingu á milli íþróttafélaga samkvæmt fjárhagsáætlun og tímaúthlutun til ÍBH.

   Lagt fram til kynningar

  • 1201358 – Afreksmannsjóður, boð á úthlutun

   Lagt fram boð á úthlutun styrkja úr Afreksmannasjóði ÍBH til aðildarfélaga ÍBH, athöfnin fer fram 31. jan. n.k. í Álfafelli, Íþróttahúsinu v/Strandgötu.

  • 1201549 – Lífshlaupið 2013, Fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ

   Íþróttafulltrúi sagði frá fræðslu- og hvatningarverkefnisins Lífshlaupið á vegum Íþróttasambands Íslands.

  • 1301368 – Sumarráðningar starfsmanna ÍTH 2013

   Starfandi Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála lagði fram reglur um umsóknarferli, varðandi sumarráðningar starfsfólks hjá Hafnarfjarðarbæ.

   Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyri sitt leiti reglurnar.

  • 1201582 – Viðburðir hjá Í.T.H

   Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála sagði frá Öskudagsskemmtun, og lagði fram dagskrá frá s.l. ári.$line$Lagt fram til kynningar, drög fyrir Öskudagsskemmtun sem haldin verður á Thorsplani miðvikudaginn 13. febrúar 2013.

   Íþróttta-og tómstundanefnd vill leggja áherslu á að Grunnskólarnir í bænum og foreldrafélög komi meira að dagskrá Öskudagsins. Dagskrá verður með óbreyttu sniði í ár, en stefna skal að breyttu fyrirkomulagi á næsta ári með aðkomu viðkomandi aðila.

  • 1301583 – Leikjanámskeið ÍTH 2013

   Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála lagði fram drög að starfsemi Sumarleikjanámskeiða ÍTH sumarið 2013. fyrir börn 6 til 9 ára.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1301274 – Nordjobb sumarstörf 2013

   Lagt fram bréf dagset 8. janúar 2013 þar sem Nordjobb þakkar bæjarfélaginu Hafnarfirði þátttökuna í verkefninu sumarið 2012 og óskar eftir því að bæjarfélagið taki þátt í verkefninu og ráði Nordjobbara til starfa sumarið 2013.

   Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að leggja til að styrkja verkefnið með sambærilegum hætti og s.l. ár.

  Fundargerðir

  • 1203131 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH, fundargerðir 2013

   Lagt fram til kynningar fundargerð 15. fundar stjórnar ÍBH starfstímabilið 2011-2013 Haldinn 14. janúar 2013 á skrifstofu íþróttafulltrúa Íþróttahúsinu við Strandgötu

   Fulltrúi ÍBH fór yfir fundargerð.

  • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

   Lagt fram til kynningar fundargerð 104 fundar vinnuhóps/byggingarnefndar um uppbyggingu FH svæðis í Kaplakrika frá 21. janúar 2013

   Íþróttafulltrúi fór yfir fundargerð.

  • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

   Lögð framfundargerð Ungmennaráðs Hafnarfjrðar 43. fundur, haldinn í Gamla bókasafninu, Stuðlabergi 6 miðvikudaginn 23. janúar

   Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs fór yfir fundargerð.

Ábendingagátt