Íþrótta- og tómstundanefnd

11. febrúar 2013 kl. 16:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 166

Mætt til fundar

 • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
 • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
 • Helga Vala Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
 • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
 • Ellert Baldur Magnússon starfsmaður
 • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

 • Daníel Pétursson
 1. Almenn erindi

  • 1201548 – Afreksmannasjóður, úthlutun

   Lagt fram til upplýsinga yfirlit yfir þau aðildarfélög ÍBH sem fengu styrk úr afreksmannasjóði Íþróttabandalags Hafnarfjarðar Þá var jafnframt farið yfir heildarúthlutun úr Afreksmannasjóði á árinu 2012 og kemur þar fram að samtals var úthlutað kr. 11.945.000 á árinu 2012.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1201549 – Lífshlaupið, Fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ

   Lögð fram til kynningar dagskrá fræðslu- og hvatningarverkefnisins Lífshlaupið á vegum Íþróttasambands Íslands.Lífshlaupið var ræst í sjötta sinn miðvikudaginn 6. febrúar 2013

   Lagt fram til kynningar

  • 1302038 – Reglur um þrif íþróttamannvirkja í Hafnarfirði

   Íþróttafulltrúi leggur fram og kynnir: Reglur um þrif í íþróttamannvirkjum Hafnarfjarðarbæjar.Reglurnar ná yfir þrif á öllu íþrótttahúsinu yfir allt starfstímabilið, daglega ræstingu og önnur verkefni sem framkvæma þarf á stafstímabilinu.

   Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar.

  • 1301583 – Leikjanámskeið ÍTH 2013

   Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála lagði fram áætlun að starfsemi sumarleikjanámskeiða ÍTH sumarið 2013. fyrir börn 6 til 9 ára.

   Íþrótta-og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leiti áætlun um starfsemi sumarleikjanámskeiða hjá börnum á aldrinum 6 – 9 ára árið 2013.

  • 1201582 – Viðburðir hjá Í.T.H

   Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála sagði frá Grunnskólahátíð.

   Grunnskólahátíð var haldin miðvikudaginn 6. febrúar í Íþróttahúsi Strandgötu og Gaflaraleikhúsinu.Hátíðin heppnaðist í alla staði mjög vel.

  • 1201584 – 17. júní, framkvæmdanefnd

   Lagt til að skipaður verði starfshópur/framkvæmdanefnd$line$vegna 17. júní hátíðahalda.

   Íþrótta-og tómstundanefnd leggur til að fulltrúar í hópnum verði starfsmenn ÍTH: Axel Guðmundsson, Geir Bjarnason,Erla Björk Hjartardóttir(Linda Hildur varamaður) og Ellert Baldur Magnússon.

Ábendingagátt