Íþrótta- og tómstundanefnd

25. febrúar 2013 kl. 16:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 167

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
  • Helga Vala Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Ellert Baldur Magnússon starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1302236 – Reykjavíkurskákmótið, styrkbeiðni.

      Lagt fram bréf dagset 11. febrúar 2013 frá forseta Skáksambands Íslands Gunnari Björnssyni, þar sem Skáksamband Íslands sækir um 200 þúsund króna framlag til Hafnarfjarðar til móthaldsins.

      Íþrótta-og tómstundanefnd getur ekki orðið við erindinu.

    • 1302006 – Íþróttamannvirki í eigu Hafnarfjarðarbæjar og íþróttafélaga, Eignaskiptasamningar

      Íþróttafulltrúi kynnir vinnu við gerð eignaskipta- og lóðaleigusamninga um íþróttamannvirki.$line$

      Kynning

    • 1201582 – Viðburðir hjá Í.T.H

      Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála segir frá hátíðarhöldum á Öskudag.

    • 1203132 – Sumarstörf ÍTH

      Kynnt drög að vinnufyrirkomulagi 14-16 ára ungmenna sumarið 2013. Einnig farið yfir fyrirkomulag vinnu 17 ára ungmenna, sumarið 2013.

      Íþrótta- og tómstundanefnd fór yfir drög að vinnufyrirkomulagi. Samtals starfa ungmennin 14-16 ára í 6 vikur 12 klst á viku. Sumarið 2013 er stefnt að því að öllum 17 ára íbúum Hafnarfjarðar (fædd 1996) verði tryggð vinna yfir sumartímann. Lagt fram til kynningar.

    • 1302280 – Starfsbraut ÍTH

      Deildastjóri æskulýð- og tómstundamála kynnir starfsbraut ÍTH sem var formlega sett 19. febrúar, þar fær starfsfólk félagsmiðstöðva markvissa fræðslu um hópastarf, sem er samstarfsverkefni ÍTH og fjölskylduþjónustu, skólum og fl.

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 1203131 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH, fundargerðir 2013

      Lagt fram til kynningar fundargerð 16. fundar stjórnar ÍBH starfstímabilið 2011-2013 Haldinn 11. febrúar 2013 á Ásvöllum hjá Knattspyrnufélaginu Haukum.

      Fulltrúi ÍBH fór yfir fundargerð.

    • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

      Lögð fram fundargerð Ungmennaráðs Hafnarfjarðar 44. fundur, haldinn í Gamla bókasafninu, Staðarbergi 6 miðvikudaginn 13. febrúar 2013.

      Áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs fór yfir fundargerð.

Ábendingagátt