Íþrótta- og tómstundanefnd

6. maí 2013 kl. 16:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 171

Mætt til fundar

 • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
 • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
 • Gísli Rúnar Gíslason varamaður
 • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
 • Ellert Baldur Magnússon starfsmaður
 • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
 • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

 • Daníel Pétursson
 1. Almenn erindi

  • 1304526 – Friðarhlaup 2013, 21 júní n.k. í Hafnarfirði

   Friðarhlaupið verður í öllum sveitafélögum Íslands 20. júní til 12. júlí 2013. Verkefnið “leggjum rækt við frið” fer fram samhliða hlaupinu og gengur út á að sveitafélög gróðursetja tré sem er tileinkað friði.

   Íþróttafulltrúa falið að sjá um frmkvæmd og vera í sambandi við þá sem sjá um Friðarhlaupið.

  • 1203105 – Ársfundur F.Í.Æ.T. 2013

   Vorfundur FÍÆT haldinn í Hveragerði og Ölfus 3.-4. maí 2013

   Lagt fram til kynningar.

  • 1205256 – Breytingar á niðurgreiðslum æfingargjalda.

   Reglur um niðurgreiðslu æfingagjalda.

   Umræða um lítilsháttar breytingar á reglum varðandi fyrirkomulagi greiðslu æfingargjalda hjá felögum sem ekki eru tengd Nórakerfinu og Mínar síður.

  • 1202433 – Kynning á sumarstarfi ÍTH 2012

   Leikjanámskeið fyrir útskriftarhópa leikskólanna.$line$

   Lagt fram til kynningar.

  Fundargerðir

  • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

   49. Fundur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar haldinn í Húsinu, Staðarbergi 6 miðvikudaginn 17. apríl 2013.

   Áheyrnafulltrúi Ungmennaráðs fór yfir fundargerð.

Ábendingagátt