Íþrótta- og tómstundanefnd

3. júní 2013 kl. 16:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 173

Mætt til fundar

 • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
 • Klara Hallgrímsdóttir aðalmaður
 • Geir Bjarnason starfsmaður
 • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
 • Daníel Pétursson fundarritari
 • Gísli Rúnar Gíslason varamaður

Ritari

 • Daníel Pétursson
 1. Almenn erindi

  • 1305238 – Starfskrá ÍTH

   Starfandi Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála fer yfir og kynnir Starfskrá ÍTH

   Íþrótta – og tómstundanefnd samþykkir Starfskrá ÍTH.

  • 1201584 – 17. júní, framkvæmdanefnd

   Lögð fram dagskrá vegna 17. júní hátíðarhalda, sem haldin verður í miðbæ Hafnarfjarðar.

   Lögð fram dagskrá. Kynning.

  • 1303149 – Brettafélag Hafnarfjarðar

   Á fundi Fjölskylduráðs 29.maí sl. voru kynnt drög að samstarfssamningi um húsnæðismál$line$Bretttafélags Hafnarfjarðar.Fjölskylduráð tekur jákvætt í erindið og felur íþrótta- og tómstundanefnd að vinna áfram að málinu.

   Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leiti fyrirliggjandi drög að samkomulagi á milli Hafnarfjarðarbæjar og Brettafélags Hafnarfjarðar varðandi húsnæðismál.

  • 1205349 – Íþróttastyrkir16 ára og yngri. ÍBH-Alcan-Hafnarfjörður.

   Lagt fram yfirlit og gerði grein fyrir afhendingu framlaga vegna íþróttastarfs 16 ára og yngri, fyrri úthlutun, samkv. samningi ÍBH, Hafnarfjarðarbæjar og Alcan

   Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir ánægju sinni með þá styrkveitingu sem samningurinn veitir barna- og unglingaíþróttastarfi í Hafnarfirði.

  • 1203132 – Sumarstörf ÍTH 2013

   Geir Bjarnason kynnti stöðuna.

   Kynning vegna umsókna og ráðninga í sumarvinnu ÍTH. 2013.

  • 1305357 – Hagir og líðan nemenda í 5.-7. bekk í Hafnarfirði, könnun.

   Lagðar fram niðurstöður ransóknar sem Rannsókn og Greining gerði um hagi og líðan barna í 5.-7. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar árið 2013

   Lagt fram til kynningar.

  • 1305358 – Ytra mat á starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva ÍTH

   Óskað eftir heimild til að finna þriðja aðilja til að taka út starfið.

   Íþrótta- og tómstundanefnd felur Deildastjóra æskulýðs- og tómstundamála að fynna aðila til að taka út starfsemi frístundaheimila, og verði lokið við verkefnið fyrir n.k. áramót.

  • 1305378 – Unglingurinn-Kynning og styrkumsókn

   Gaflaraleikhúsið óskar eftir stuðningi ÍTH nefndar uppá 150.000- til að geta sýnt leikritið Unglingurinn Leikritið er eftir tvo unglinga sem eru í 9. og 10. bekki í gunnskólum Hafnarfjarðar.

   Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að styrkja verkefnið. Deildastjóra æskulýðs- og tómstundamála falið að ganga frá styrk til viðkomandi.

  • 1105319 – Golfklúbburinn Setberg, rekstrarstyrkur

   Lagt fram bréf frá Golfklúbb Setbergs með ósk um rekstrarstyrk.

   Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að styrkja erindið um kr. 150.000 og felur íþróttafulltrúa afgreiðslu þess. Deildarstjóra æskulýðs- og tómstundamála falið að ganga frá samningi við Golfklúbb Setbergs um framlag frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar.

  Fundargerðir

  • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

   Ár 2013, fimmtudaginn 16. maí var haldinn 331. fundur stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst hann kl. 12.00.$line$

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt