Íþrótta- og tómstundanefnd

14. október 2013 kl. 16:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 178

Mætt til fundar

  • Lára Janusdóttir aðalmaður
  • Magnús Sigurjónsson varamaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1310150 – Kröfulýsing-Íþrótahúsa í Hafnarfirði

      Lagt fram til kynningar kröfulýsing fyrir íþróttahús í Hafnarfirði.

      Íþrótta- og tómstundarnefnd samþykkir að senda kröfulýsinguna til ÍBH og óskar eftir umsögn þeirra.

    • 1308223 – Afmæli Sundhallar Hafnarfjarðar, 29. ágúst 2013

      Á fundi íþrótta-og tómstundanefndar 19. ágúst s.l. var íþróttafulltrúa og forstöðumanni sundstaða í Hafnarfirði falið að gera tillögu að auknum opnunartíma Sundhallar Hafnarfjarðar.

      Lögð fram tillaga um breyttan opnunartíma. Sundhallar Hafnarfjarðar. Íþrótta- og tómstundarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti breyttan opnunartíma, en bendir á að rétt sé að endurskoða opnunartíma eftir að reynsla sé komin. Lára Janusardóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    • 1309645 – Málefni innflytjenda í Hafnarfirði - skýrsla samráðshóps

      Lögð fram skýrsla samráðshóps um málefni innflytjenda í Hafnarfirði. Lagðar fram tillögur um bætta þjónustu vegna erlendra barna í íþrótta- og tómstundastarfi frá starfshóps um stöðu innflytjenda í Hafnarfirði.

      Lagt fram til kynningar. Deildarstjóra æskulýðs- og tómstundamála falið að fara yfir tillögur fyrir næsta fund Íþrótta-og tómstundarnefndar.

    • 1304482 – Vímuefnaneysla-Vímuefnaneyslu ungs fólks

      Lögð fram skýrsla um þróun vímuefnaneyslu ungs fólks.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1201582 – Viðburðir hjá Í.T.H

      Farið yfir hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi Öskudags.

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur Æsklýðsfulltrúa og starfsmönnum skrifstofu ÍTH að fara í viðræður við foreldrafélög/skóla og aðra varðandi fyrirkomulag Öskudags.

    Fundargerðir

    • 1203131 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH, fundargerðir 2013

      Íþróttabandalag Hafnarfjarðar$line$3. fundur stjórnar starfstímabilið 2013-2015$line$Haldinn 7. október 2013 á skrifstofu íþróttafulltrúa Íþróttahúsinu við Strandgötu.

      Fulltrúi ÍBH fór yfir fundargerð.

    • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

      Fundur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar$line$56. fundur, haldinn í Húsinu, Staðarbergi 6. Miðvikudaginn 25. september 2013, kl.17:00$line$

      Deildarstjóri æskulýðs- og tómstundamála fór yfir fundargerð.

Ábendingagátt