Íþrótta- og tómstundanefnd

29. október 2013 kl. 15:30

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 179

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Daníel Haukur Arnarsson aðalmaður
  • Lára Janusdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1011080 – Íþróttahátíð Hafnarfjarðar 2013

      Sagt frá undirbúningi Íþrótta- og viðurkenningarhátíðar sem haldin verður 30. desember 2013

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur formanni ÍBH að óska eftir upplýsingum frá íþróttafélögum vegna viðurkenninga til þeirra og íþróttamanna.

    • 1309645 – Málefni innflytjenda í Hafnarfirði - skýrsla samráðshóps

      Lagðar fram drög að tillögum um bætta þjónustu vegna erlendra barna í íþrótta- og tómstundastarfi.

      Íþrótta- og tómstundanefndin leggur á það áherslu að unnið verði að því að þýða efni sem tengist framboði á íþrótta- og tómstundatilboðum auk reglum um niðurgreiðslur þátttökugjalda.

    • 1310315 – Fjölskylduþjónusta, skipulagsbreytingar

      Á 256. fundi Fjölskylduráðs sem haldin var 23. október, samþykkir fjölskylduráð að Geir Bjarnason taki við starfi æskulýðs- og forvarnarfulltrúa.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1310362 – Foreldraráð Hafnarfjarðar, áheyrnarfulltrúi í íþrótta- og tómstundanefnd

      Á fundi Bæjarráðs 24 október var lagt fram nýtt erindi foreldraráðs Hafnarfjarðar dags. 15. október 2013 um áheryrnarfulltrúa í íþrótta-og tómstundanefnd.$line$Lögmaður stjórnsýslu mætti á fundinn og fór yfir málið. Bæjarráð leggur jafnframt áherslu á að haft sé samráð við foreldraráðið þegar málefni frístundaheimila eru til umfjöllunar.$line$

      Lagt fram til kynningar.Íþrótta- og tómstundanefnd er sammála Bæjarráði um að hafa samráð við foreldraráðið þegar málefni frístundaheimila eru til umfjöllunar.$line$

    • 1211313 – Niðurgreiðslur íþrótta-og tómstunda.

      Verkefnastjóri íþróttamála fer yfir fjölda barna, sem fá niðurgreiðslur frá Hafnarfjarðarbæ. Yfirlit úr Nora greiðslukerfi samkvæmt stöðu frá 1. janúar. tekið úr Norakerfi 17.október 2013

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

      Fundur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar 57. fundur, haldinn í Húsinu, Staðarbergi 6. Miðvikudaginn 9. október 2013, kl.21:00

      Æskulýðs- og forvarnafulltrúi fór yfir fundargerð.

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      109. fundur vinnuhóps/byggingarnefndar um uppbyggingu FH svæðis í$line$Kaplakrika var haldinn þriðjudaginn 22. október 2013, kl. 08.30 á skrifstofu$line$Fimleikafélags Hafnarfjarðar í Kaplakrika Hafnarfirði..

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt