Íþrótta- og tómstundanefnd

25. nóvember 2013 kl. 16:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 181

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Daníel Haukur Arnarsson aðalmaður
  • Lára Janusdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1011080 – Íþróttahátíð Hafnarfjarðar 2013

      Lögð fram drög að dagskrá.Íþróttahátíðar Hafnarfjarðar,sem verður haldi í Íþróttahúsi Strandgötu mánudaginn 30. desember n.k.

      Samþykkt var að skipa undirbúningsnefnd til að skipuleggja dagskrá Íþróttahátíðarinnar 30. des. nk., yfirfara upplýsingar frá íþróttafélögum vegna viðurkenninga og ganga frá tillögum fyrir næsta fund. Nefndina skipa formaður og framkvæmdastjóri ÍBH, formaður ÍTH og íþróttafulltrúi.

    • 1205349 – Íþróttastyrkir 16 ára og yngri. ÍBH-Rio Tinto- Hafnarfjarðarbæjar.

      Lögð fram drög að endurskoðun á samstarfssamningi Rio Tinto/Hafnarfjarðarbæjar og IBH vegna 16 ára og yngri.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1311215 – Karfan.is Styrkbeiðni.

      Lagt fram bréf ritstjóra Karfan.is dags. 13. nóvember 2013 með ósku um styrk til þess að fjármagna ferð til til að vinna kynningarefni um Helenu Sverrisdóttur landsliðskonu í körfuknattleik. Óskað er eftir kr. 150.000.-

      Íþrótta- og tómstundanefnd er jákvæð fyrir erindinu og vísar því til fjölskylduráðs til frekari ákvörðunnar.

    • 1203132 – Sumarstörf ÍTH 2014

      Fari yfir fyrikomulag, ráðninga hjá ÍTH. fyrir sumarið 2014

      Lögð fram drög til kynningar um almennar vinnureglur við ráðningar sumarstarsfólks hjá Hafnarfjarðarbæ 2014.

    • 1305358 – Ytra mat á starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva ÍTH

      Lagt fram til kynningar drög að verksamningi um ytra mat á starfsemi frístundaheimila og félagsmiðstöðva hjá Hafnarfjarðarbæ.

      Kynning á samningi.

    Fundargerðir

    • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

      Fundur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar$line$60. fundur, haldinn í Húsinu, Staðarbergi 6. þriðjudaginn 19. nóvember 2013, kl.21:00$line$

      Áheyrnafulltrúi Ungmennaráðs fór yfir fundargerð.

Ábendingagátt