Íþrótta- og tómstundanefnd

9. desember 2013 kl. 16:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 182

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Daníel Haukur Arnarsson aðalmaður
  • Lára Janusdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1011080 – Íþróttahátíð Hafnarfjarðar 2013

      Íþróttafultrúi fer yfir undirbúnig og dagskrá íþróttahátíðar, sem verður haldin mánudaginn 30. desember kl.18.00 í Íþróttahúsi Strandgötu.

      Íþróttafulltrúi fór yfir minnispunkta varðandi framkvæmdaratriði íþróttahátíðarinnar. Ákveðið að hafa aukafund 16. des. kl. 15.30 vegna Íþróttahátíðar.

    • 1205349 – Íþróttastyrkir16 ára og yngri. ÍBH-Rio Tinto- Hafnarfjarðarbæjar.

      Lögð fram drög að endurskoðun á samstarfssamningi Rio Tinto/Hafnarfjarðarbæjar og IBH vegna 16 ára og yngri.

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir fyrir sitt leiti framlögð drög og vísar þeim til frekari afgreiðslu bæjaryfirvalda.

    • 1206050 – Staða félagsmiðstöðvastarfs í Hafnarfirði

      Starfsskrá félagsmiðstöðva

      Æskulýðs og forvarnarfulltrúa falið að hefja endurskoðun á starfsskrá félagsmiðstöðva.

    • 1201582 – Viðburðir hjá Í.T.H

      Hönnunarkeppnin Stíll.$line$Kynning á hönnunarkeppni sem Samtök félasmiðstöðva stóðu fyrir í Hörpu

      Fulltrúar Hafnarfjarðar í hönnunarkeppninni Stíl sem Samtök félagsmiðstöðva stóðu fyrir í Hörpu sigruðu keppnina í ár. Lið Frost úr Mosanum í Hraunvallaskóla sigraði og Hringurinn lið Ölduunar í Öldutúnsskóla, hafnaði í öðru sæti, auk þess sem Vitinn í Lækjarskóla fékk verðlaun fyrir besta hárið.$line$Íþrótta- og tómstundanefnd óskar fulltrúm Hafnarfjarðar í keppninni til hamingju með góðan árangur.

    • 1211315 – Starfs- og símenntunaráætlun tómstundadeildar 2014

      Símenntaáætlun tómstundaskrifstofu lögð fram.$line$

      Lagt fram til kynningar.

    Fundargerðir

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      110. fundur vinnuhóps/byggingarnefndar um uppbyggingu FH svæðis í Kaplakrika var haldinn þriðjudaginn 26. nóvember 2013, kl. 08.07 á skrifstofu Fasteignafélags Hafnarfjarðar að Norðurhellu 2 Hafnarfirði.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

      Ár 2013, mánudaginn 18. nóvember var haldinn 334. fundur Stjórnar skíðasvæða höfuðborgar-svæðisins. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi og hófst kl. 08.45

      Lagt fram til kynningar.

    • 1203131 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH, fundargerðir 2013

      Íþróttabandalag Hafnarfjarðar$line$5. fundur stjórnar starfstímabilið 2013-2015$line$Haldinn 29. nóvember 2013 á skrifstofu íþróttafulltrúa Íþróttahúsinu við Strandgötu.

      Fulltrúi ÍBH fór yfir fundargerð.

Ábendingagátt