Íþrótta- og tómstundanefnd

16. desember 2013 kl. 15:30

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 183

Mætt til fundar

 • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
 • Daníel Haukur Arnarsson aðalmaður
 • Lára Janusdóttir aðalmaður
 • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
 • Daníel Pétursson fundarritari
 • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

 • Daníel Pétursson
 1. Almenn erindi

  • 1011080 – Íþróttahátíð Hafnarfjarðar 2013

   Farið yfir tilnefningar frá íþróttafélögum og dagskrá íþróttahátíðar, sem haldin verður mánudaginn 30. desember kl 18.00 í Íþróttahúsi Strandgötu.

   Lögð fram dagskrá hátíðarinnar sem haldin verður í Íþróttahúsinu við Strandgötu, mánudaginn 30.desember nk. kl. 18:00.$line$Alls verða heiðraðir um 506 Íslandsmeistarar, 12 hópar Bikarmeistara, sérviðurkenningar til 19 einstaklinga vegna Norðurlandameistaratitla.Einnig verða veittir viðurkenningarstyrkir til íþróttafélaga vegna Íslands- og Bikarmeistaratitla í efstu flokkum, alls 7 hópar og til úthlutunar kr.2.100.000-$line$$line$Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir tilnefningu á íþróttakarli og íþróttakonu Hafnarfjarðar árið 2013 og afreksmönnum íþróttafélaganna í Hafnarfirði sem skarað hafa fram úr á árinu. $line$$line$Einnig samþykkt tilnefning á íþróttaliði ársins 2013.$line$ $line$Fylgir með á sérblaði og sendist til Fjölskylduráðs til umfjöllunar.$line$

  • 0812046 – ÍBH, Hafnarfjarðarbær, Alcan,úthlutun skv samningi

   Lögð fram til kynningar drög að úthlutun styrkja til íþróttafélaganna samkvæmt samningi þar um vegna íþróttastarfs 16 ára og yngri með tilliti til menntunarþáttar þjálfara og námskrárgerðar íþróttafélaganna og nema heildarupphæð þeir alls kr. 6.000.000.-. Afhending styrkjanna fer fram á Íþróttahátíðinni 30.desember n.k.

   Stefn er að því að undirritaður verði endurskoðaður samstarfssamningur Rio Tinto / Hafnarfjarðarbæjar og IBH vegna 16 ára og yngri á Íþróttahátíð Hafnarfjarðar 30. desember 2013.

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt