Íþrótta- og tómstundanefnd

3. febrúar 2014 kl. 16:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 185

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Lára Janusdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1201547 – Aðsóknartölur í íþróttahús og íþróttamiðstöðvar

      Lagt fram yfirlit um aðsóknartölur í íþróttahús og íþróttamiðstöðvar Hafnarfjarðar fyrir árið 2013. Aðsókn alls í íþróttahús í Hafnarfirði var 1.501.797 sem er aukning um 5.371 þús gesti frá 2012.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1201358 – Afreksmannsjóður,boð á úthlutun.

      Lagt fram boð á úthlutun styrkja úr Afreksmannasjóði ÍBH til aðildarfélaga ÍBH, athöfnin fer fram fimmtudaginn 6. febrúar. n.k. í Álfafelli, Íþróttahúsinu v/Strandgötu.

    • 1201584 – 17. júní, framkvæmdanefnd

      Lagt til að skipaður verði starfshópur/framkvæmdanefnd$line$vegna 17. júní hátíðahalda.

      Íþrótta-og tómstundanefnd leggur til að fulltrúar í hópnum verði starfsmenn ÍTH: Axel Guðmundsson, Geir Bjarnason, Linda Hildur Leifsdóttir og Andri Ómarsson. Starfshópurinn skal skila nefndinni drögum að fyrirkomulagi og dagskrá í síðasta lagi í apríl. Hátíðin verður með sambærilegum hætti og s.l. ár. Haldin í miðbæ Hafnarfjarðar.

    • 1201582 – Viðburðir hjá Í.T.H

      Æskulýðs-og forvarnarfulltrúi sagði frá Grunnskólahátíð sem haldin verður í Íþróttahúsi Strandgötu.

      Grunnskólahátíð verður haldin miðvikudaginn 5.febrúar í Íþróttahúsi Strandgötu og Gaflaraleikhúsinu.

    • 1401812 – Reykjavíkurskákmótið 50 ára, styrkbeiðni

      Bréf frá framkvæmdastjóra Skáksambands Íslands, dags. 23. janúar 2014 þar sem óskað er eftir liðsinnis fyrirtækja og einstaklinga.

      Íþrótta- og tómstundanefnd mælir ekki með því að orðið verði við erindinu.

    Fundargerðir

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      112. fundur vinnuhóps/byggingarnefndar um uppbyggingu FH svæðis í Kaplakrika var haldinn þriðjudaginn 23. janúar 2014, kl. 08.07 á skrifstofu Fasteignafélags Hafnarfjarðar að Norðurhellu 2 Hafnarfirði.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

      Fundur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar$line$64. fundur, haldinn í Húsinu, Staðarbergi 6. þriðjudaginn 28. janúar 2014, kl. 21:00$line$

      Farið yfir fundargerð.

Ábendingagátt