Íþrótta- og tómstundanefnd

17. mars 2014 kl. 16:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 188

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Daníel Haukur Arnarsson aðalmaður
  • Lára Janusdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1402491 – UMFÍ, 6. Landsmót 50 plús árið 2016

      Stjórn Ungmennafélags Íslands auglýsir eftir umsóknum frá sambandsaðiljum UMFÍ að taka að sér undirbúning og framkvæmd 6. Landsmóts UMFÍ 50+ árið 2016. Jafnframt er auglýst eftir að taka að sér Unlingalandsmót sem verðu haldið verslunarmannahelgina 20017.$line$

      Lagt fram til kynningar.

    • 1212126 – Bjartir dagar

      Ákveðið hefur verið að í ár verði “Bjartir dagar” haldnir í tengslum við Sumardaginn fyrsta eða dagana 24.-27. apríl.

      Farið yfir þátttöku sundstaða í “Björtum dögum” Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að hafa frítt í sund Sumardaginn fyrsta 24. apríl n.k.

    • 1202408 – Ársreikningar félaga-og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2012

      Ársreikningar félaga-og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2012 samkvæmt starfsskýrlsum ÍSÍ 2013

      Lagðir fram til kynningar ársreikningar, félaga- og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2012$line$Fulltrúi ÍBH fór yfir og útskýrði starfsskýrsluna.

    • 1301583 – Leikjanámskeið ÍTH 2014

      Tilhögun leikjanámskeiða ÍTH 2014. Drög frá s.l. fundi.

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir drög varðand tilhögun leikjanámskeiða ÍTH 2014

    • 1402380 – Vinnuskólinn, fyrirkomulag 2014

      Tillögur að breytingum á sumarstarfi Hafnarfjarðar fyrir 2014.$line$

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir,tillögur að breytingum á sumarstarfi hjá Hafnarfjarðarbæ fyrir 2014. Þar sem samstarf milli Vinnuskóla og Umhverfi og framkvæmda er skilgreint betur en áður.$line$

    • 1202434 – Kynning á starfi frístundaheimila ÍTH.

      Lögð fram á fundinum greinagerð frá skrifstofu tómstundamála, varðand starfsmannamál frístundamiðstöðva.

      Nefndin tekur undir atriðin sem bent er á í minnisblaðinu og leggur á það áherslu til verði starf aðstoðarverkefnastjóra í hverri tómstundamiðstöð en sérstök áhersla verði lögð á að leysa starfsmannamál í tómstundamiðstöð í Víðistaðaskóla og Hraunvallaskóla.

    Fundargerðir

    • 1203131 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH, fundargerðir 2014

      Íþróttabandalag Hafnarfjarðar$line$8. fundur stjórnar starfstímabilið 2013-2015$line$Haldinn 3. mars 2014 í félagsaðstöðu Siglingaklúbbsins Þyts.

      Fulltrúi IBH fór yfir fundagerð.

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      113. fundur vinnuhóps/byggingarnefndar um uppbyggingu FH svæðis í Kaplakrika var haldinn fimmtudaginn 6. mars 2014, kl. 08.07 á skrifstofu Fimkleikafélagsins í Kaplakrika.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt