Íþrótta- og tómstundanefnd

14. apríl 2014 kl. 16:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 190

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Daníel Haukur Arnarsson aðalmaður
  • Lára Janusdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1203248 – Tímaúthlutun í íþróttamannvirkinum til skóla 2014 - 2015

      Íþróttafulltrúi lagði fram til upplýsingar drög að tímaúthlutun í íþróttamannvirki til skóla vegna skólaársins 2014 – 2015. Um er að ræða um 40 þúsund tíma í úthlutun.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1303026 – Kvartmíluklúbburinn, styrkumsókn

      Á fundi bæjarráðs þann 27. mars sl. var styrkbeiðni Kvarmíluklúbbsins vegna King of Street 2014,. Bikarmót til umfjöllunar. Bæjarráð vísaði beiðninni til íþrótta- og tómstundanefndar til afgreiðslu.

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að styrkja Bikarmót í kvartmílu um 75.000- Kr.

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      Lögð fram drög að samningi milli FH og Hafnarfjarðarbæjar um flýtiframkvæmdir vegna uppbyggingu við Íþrótamiðstöð FH í Kaplakrika.$line$Framkvæmdin tekur til jarðvinnu, lóðafrágang, lokafrágang frjálsíþróttahússs að utan ásamts smærri verkum.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1201584 – 17. júní, framkvæmdanefnd

      Lögð fram til kynningar drög að dagskrá vegna 17. júní hátíðarhalda 2014, sem haldin verður í miðbæ Hafnarfjarðar.

      Lagt fram til kynningar.

    • 0905228 – Vettvangsferð í Íþróttamiðstöð FH Kaplakrika

      Ákveðið að nefndin fari í vettvangsferð og skoða framkvæmdir við frjálsíþróttahús í Kaplakrika.

    Fundargerðir

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      115. fundur vinnuhóps/byggingarnefndar um uppbyggingu FH svæðis í Kaplakrika var haldinn mánudaginn 31. mars 2014, kl. 08.07 á skrifstofu Fimleikafélagsins í Kaplakrika.

      Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt