Íþrótta- og tómstundanefnd

12. maí 2014 kl. 16:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 191

Mætt til fundar

  • Ragnheiður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Daníel Haukur Arnarsson aðalmaður
  • Lára Janusdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Þórður Ingi Bjarnason Fulltrúi foreldra grunnskólabarna
  • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
  • Geir Bjarnason starfsmaður
  • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

  • Daníel Pétursson
  1. Almenn erindi

    • 1105319 – Golfklúbburinn Setberg, rekstrarstyrkur

      Lagt fram bréf frá Golfklúbb Setbergs með ósk um rekstrarstyrk. Óskað er eftir því að styrkurinn fyrir árið 2014 verði hækkaður í 250.000-

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að styrkja erindið um kr. 250.000- og felur íþróttafulltrúa afgreiðslu þess. Deildarstjóra æskulýðs- og tómstundamála falið að ganga frá samningi við Golfklúbb Setbergs um framlag frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar á sambærilegan hátt og s.l. ár.

    • 1105268 – Endurmenntunarnámskeið starfsfólks íþróttamannvirkja

      Lagt fram til kynningar dagskrá varðandi endurmenntun starfsfólks íþróttahúsa og sundlauga, haldið 21. maí, 5. og 6. júní. 2014

      Kynning á Endurmenntunarnámskeiðum sem verða haldin í sal Sundfélags Hafnarfjarðar Ásvallalaug.

    • 1308225 – Badmintonfélag Hafnarfjarðar.

      Á 268 fundi Fjölskyldráðs óskar ráðið eftir umsögn Íþrótta- og tómstundanefndar um erindi Badmintonfélags Hafnarfjarðar um rekstur á Íþróttahúsi Strandgötu og boðar íþróttafulltrúa á næsta fund ráðsins.

      Allir fulltrúar í Íþrótta- og tómstundanefn samþykkja eftirfarandi bókun: Varðandi erindi Badmintonfélags Hafnarfjarðar um rekstur á íþrótttahúsinu við Strandgötu, hefur Íþrótta- og tómstundanefnd ákveðið að veita enga umsögn að svo stöddu og vísa erindinu til fjölskylduráðs.$line$Ragnheiður Ólafsdóttir$line$Daníel Haukur Arnarsson$line$Lára Janusdóttir

    • 1404313 – Hjólað í vinnuna, heilsu- og hvatningaverkefni

      Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir heilsu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna dagana 7. – 27. maí n.k í tólfta sinn.

      Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur alla vinnustaði til þátttöku og vekur athygli á heilsusamlegum ferðmáta.

    • 1405012 – Frístundaheimili, viðhorf foreldra til þjónustu 2014

      Viðhorfi foreldra í Hafnarfirði til þjónustu Frístundaheimila.

      Æskulýðs- og forvarnarfulltrúi fór yfir könnun um viðhorf foreldra til þjónustu Frístundaheimila.

    • 1203132 – Sumarstörf ÍTH 2014

      Lagt fram yfirlit vegna sumarstarfa 2014.

      Allir 17 ára ráðnir sem eru 104 talsins en voru 175 í fyrra. Um 550 sóttu um nú.

    • 1405011 – Frístundaheimili, samþykkt fjölskylduráðs um starfsemi og rekstur

      Æskulýðs og forvarnarfulltrúi kynnir tillögu að starfsemi og reksturs frístundaheimila, sem var kynnt í Fjölskilduráði á 269.fundi ráðsins.

      Lagt fram til kynningar.

    • 1404044 – Bogfimiiðkun í Hafnarfirði, lóðarumsókn

      Á fundi bæjarráðs þann 10. apríl 2014 óskar bæjarráð eftir umsögn íþrótta- og tómstundanefnadar um erindi Bogfimisetursins varðandi lóð fyrir bogfimiiðkun í Hafnarfirði.

      Íþrótta- og tómstundanefn samþykkir að fela formanni nefndarinnar og íþróttafulltrúa að ræða við bréfritara.

    • 0702036 – Íþróttahús Kaplakrika, framkvæmdir

      Lög fram drög að dagskrá vegna vígslu Frjálsíþróttahús Kaplakrika$line$Sunnudaginn 18. maí Tími: 12.00-14.00

    Fundargerðir

    • 1203131 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH, fundargerðir 2014

      Íþróttabandalag Hafnarfjarðar$line$9. fundur stjórnar starfstímabilið 2013-2015$line$Haldinn 5. maí 2014 í félagsaðstöðu Hestamannafélagsins Sörla.

      Fulltrúi IBH fór yfir fundargerð.

    • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

      Fundur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar$line$68. fundur, haldinn í Húsinu, Staðarbergi 6. þriðjudaginn 22. apríl 2014, kl. 21:00 og $line$69. fundur, haldinn í Húsinu, Staðarbergi 6. þriðjudaginn 6. maí 2014, kl. 21:00

      Lagðar fram.

Ábendingagátt