Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
í Íþróttahúsinu við Strandgötu
$line$Á fundi bæjarstjórnar þ. 26. nóv. var eftirfarandi tekið fyrir:$line$Íþótta- og tómstundanefnd:$line$Tilnefning kom fram um Guðbjörgu Norðfjörð Elíasdóttur sem aðalmann í stað Gunnars Þórs Sigurjónssonar og Ægir Örn Sigurgeirsson sem varamann í stað Guðbjargar Norðfjörð Élíasdóttur.$line$
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau rétt kjörin.Lagt fram til kynningar.
Farið yfir tilnefningar frá íþróttafélögum og dagskrá íþróttahátíðar, sem haldin verður þriðjudaginn 30. desember kl 18.00 í Íþróttahúsi Strandgötu.
Lögð fram dagskrá hátíðarinnar sem haldin verður í Íþróttahúsinu við Strandgötu, þriðjudaginn 30.desember nk. kl. 18:00.$line$Alls verða heiðraðir um 376 Íslandsmeistarar, 12 hópar Bikarmeistara, sérviðurkenningar til 7 einstaklinga vegna Norðurlandameistaratitla.Einnig verða veittir viðurkenningarstyrkir til íþróttafélaga vegna Íslands- og Bikarmeistaratitla í efstu flokkum, alls 10 hópar og til úthlutunar kr.3.000.000.-$line$$line$Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir tilnefningu á íþróttakarli og íþróttakonu Hafnarfjarðar árið 2014 og afreksmönnum íþróttafélaganna í Hafnarfirði sem skarað hafa fram úr á árinu. $line$$line$Einnig samþykkt tilnefning á íþróttaliði ársins 2014.$line$ $line$Fylgir með á sérblaði og sendist til Fjölskylduráðs til umfjöllunar.$line$
Lögð fram til kynningar drög að úthlutun styrkja til íþróttafélaganna samkvæmt samningi þar um vegna íþróttastarfs 16 ára og yngri með tilliti til menntunarþáttar þjálfara og námskrárgerðar íþróttafélaganna og nema heildarupphæð þeir alls kr. 7.200,000-. Afhending styrkjanna fer fram á Íþróttahátíðinni 30.desember n.k.
Lagt fram til kynningar.
Fulltrúi Samfylkingar leggur fram skriflega fyrirspurn til iþróttafulltrúa:$line$Í ljósi afgreiðslu meirihluta íþrótta- og tómstundanefndar á tillögu um gerð könnunar m.a. á þátttöku barna af erlendum uppruna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og fullyrðinga sem koma fram í bókun fulltrúa Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks á fundi nefndarinnar þann 28. nóvernber sl., þar sem m.a. segir að árlegar kannanir séu gerðar á stöðu barna af erlendum uppruna, óskar undirrituð eftir eftirfarandi upplýsingum:$line$$line$1. Hefur einhvern tima á sl. 5 árum verið framkvæmd könnun á áhrifum gjaldtöku á þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarf í Hafnarfirði? Ef svo er, hvenær fór slík könnun síðast fram og hverjar voru meginniðurstöður hennar?$line$$line$2. Hefur einhvern tíma á sl. 5 árum verið framkvæmd könnun á viðhorfi og ánægju foreldra og barna til þeirrar þjónustu sem þeim stendur til boða í Hafnarfirði og þess stuðnings sem bærinn veitir í þvi skyni að tryggja jafnan aðgang að henni? Ef svo er, hvenær fór slík könnun siðast fram og hverjar voru meginnidurstöður hennar?$line$$line$3. Hefur einhvern tima á sl. 5 árum verið framkvæmd könnun á þátttöku barna af erlendum uppruna i skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi í Hafnarfirði? Ef svo er, hvenær fór slík könnun síðast fram og hverjar voru meginniðurstöður hennar?$line$$line$Óskað er skriflegs svars.
Ár 2014, mánudagur 17. nóv. var haldinn 340. fundur Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Fundurinn var haldinn í Bláfjöllum og hófst kl09:30
Íþróttabandalag Hafnarfjarðar$line$13. fundur stjórnar starfstímabilið 2013-2015$line$Haldinn 28. nóvember í Íþróttahúsinu við Strandgötu á skrifstofu íþróttafulltrúa.
Fulltrúi IBH fór yfir fundargerð.