Íþrótta- og tómstundanefnd

5. desember 2014 kl. 15:30

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 203

Mætt til fundar

 • Matthías Freyr Matthíasson aðalmaður
 • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
 • Karólína Helga Símonardóttir varamaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir varamaður
 • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
 • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ægir Örn Sigurgeirsson varamaður
 • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
 • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

 • Daníel Pétursson
 1. Almenn erindi

  • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

   $line$Á fundi bæjarstjórnar þ. 26. nóv. var eftirfarandi tekið fyrir:$line$Íþótta- og tómstundanefnd:$line$Tilnefning kom fram um Guðbjörgu Norðfjörð Elíasdóttur sem aðalmann í stað Gunnars Þórs Sigurjónssonar og Ægir Örn Sigurgeirsson sem varamann í stað Guðbjargar Norðfjörð Élíasdóttur.$line$

   Fleiri tilnefningar komu ekki fram og skoðast þau rétt kjörin.Lagt fram til kynningar.

  • 1011080 – Íþróttahátíð Hafnarfjarðar 2014

   Farið yfir tilnefningar frá íþróttafélögum og dagskrá íþróttahátíðar, sem haldin verður þriðjudaginn 30. desember kl 18.00 í Íþróttahúsi Strandgötu.

   Lögð fram dagskrá hátíðarinnar sem haldin verður í Íþróttahúsinu við Strandgötu, þriðjudaginn 30.desember nk. kl. 18:00.$line$Alls verða heiðraðir um 376 Íslandsmeistarar, 12 hópar Bikarmeistara, sérviðurkenningar til 7 einstaklinga vegna Norðurlandameistaratitla.Einnig verða veittir viðurkenningarstyrkir til íþróttafélaga vegna Íslands- og Bikarmeistaratitla í efstu flokkum, alls 10 hópar og til úthlutunar kr.3.000.000.-$line$$line$Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir tilnefningu á íþróttakarli og íþróttakonu Hafnarfjarðar árið 2014 og afreksmönnum íþróttafélaganna í Hafnarfirði sem skarað hafa fram úr á árinu. $line$$line$Einnig samþykkt tilnefning á íþróttaliði ársins 2014.$line$ $line$Fylgir með á sérblaði og sendist til Fjölskylduráðs til umfjöllunar.$line$

  • 0812046 – ÍBH, Hafnarfjarðarbær, Alcan,úthlutun skv samningi

   Lögð fram til kynningar drög að úthlutun styrkja til íþróttafélaganna samkvæmt samningi þar um vegna íþróttastarfs 16 ára og yngri með tilliti til menntunarþáttar þjálfara og námskrárgerðar íþróttafélaganna og nema heildarupphæð þeir alls kr. 7.200,000-. Afhending styrkjanna fer fram á Íþróttahátíðinni 30.desember n.k.

   Lagt fram til kynningar.

  • 0901163 – Önnur mál ÍTH.

   Fulltrúi Samfylkingar leggur fram skriflega fyrirspurn til iþróttafulltrúa:$line$Í ljósi afgreiðslu meirihluta íþrótta- og tómstundanefndar á tillögu um gerð könnunar m.a. á þátttöku barna af erlendum uppruna í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi og fullyrðinga sem koma fram í bókun fulltrúa Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks á fundi nefndarinnar þann 28. nóvernber sl., þar sem m.a. segir að árlegar kannanir séu gerðar á stöðu barna af erlendum uppruna, óskar undirrituð eftir eftirfarandi upplýsingum:$line$$line$1. Hefur einhvern tima á sl. 5 árum verið framkvæmd könnun á áhrifum gjaldtöku á þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarf í Hafnarfirði? Ef svo er, hvenær fór slík könnun síðast fram og hverjar voru meginniðurstöður hennar?$line$$line$2. Hefur einhvern tíma á sl. 5 árum verið framkvæmd könnun á viðhorfi og ánægju foreldra og barna til þeirrar þjónustu sem þeim stendur til boða í Hafnarfirði og þess stuðnings sem bærinn veitir í þvi skyni að tryggja jafnan aðgang að henni? Ef svo er, hvenær fór slík könnun siðast fram og hverjar voru meginnidurstöður hennar?$line$$line$3. Hefur einhvern tima á sl. 5 árum verið framkvæmd könnun á þátttöku barna af erlendum uppruna i skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi í Hafnarfirði? Ef svo er, hvenær fór slík könnun síðast fram og hverjar voru meginniðurstöður hennar?$line$$line$Óskað er skriflegs svars.

  Fundargerðir

  • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

   Ár 2014, mánudagur 17. nóv. var haldinn 340. fundur Stjórnar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Fundurinn var haldinn í Bláfjöllum og hófst kl09:30

   Lagt fram til kynningar.

  • 1203131 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH, fundargerðir 2014

   Íþróttabandalag Hafnarfjarðar$line$13. fundur stjórnar starfstímabilið 2013-2015$line$Haldinn 28. nóvember í Íþróttahúsinu við Strandgötu á skrifstofu íþróttafulltrúa.

   Fulltrúi IBH fór yfir fundargerð.

Ábendingagátt