Íþrótta- og tómstundanefnd

21. janúar 2015 kl. 15:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 204

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
 • Karólína Helga Símonardóttir varamaður
 • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
 • Geir Bjarnason starfsmaður
 • Daníel Pétursson fundarritari

Ritari

 • Daníel Pétursson
 1. Almenn erindi

  • 1201337 – Aðgangstölur sundstaða 2014

   Lagt fram upplýsingar yfirlit um aðsóknartölur í sundlaugar bæjarins árið 2014. Gestir sundlauga í Hafnarfirði eru 626.937 sem er aukning um 15.593 þús. gesti.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1011080 – Íþróttahátíð Hafnarfjarðar 2014

   Rætt um íþrótta- og viðurkenningarhátíð sem haldin var í desember s.l í íþróttahúsinu v/Strandgötu að viðstöddu fjölmenni. Þar voru heiðraðir allir þeir sem urðu Íslands-, Bikar- og Norðulandameistarar með íþróttafélögum frá Hafnarfirði. Auk þess sem útnefning á íþróttakonu og íþróttakarli í Hafnarfirði árið 2014 og íþróttaliði ársins 2014 fór fram.

   Íþrótta- og tómstundanefnd óskar öllum hafnfirskum íþróttamönnum ársins 2014 til hamingju með frábæran árangur.

  • 1201357 – Húsaleigustyrkir til ÍBH 2014 yfirlit

   Lagt fram yfirlit íþróttafulltrúa um húsaleigukostnað vegna afnota aðildarfélagaÍBH af íþróttahúsnæði árið 2014 og skiptingu á milli íþróttafélaga samkvæmt fjárhagsáætlun og tímaúthlutun til ÍBH.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1201358 – Afreksmannsjóður,boð á úthlutun.

   Úthlutun styrkja úr Afreksmannasjóði ÍBH til aðildarfélaga ÍBH, fer fram fimtudaginn 29. janúar kl. 12.00 haldið í Álfafelli í Íþróttahúsinu við Strandgötu.

  • 1401518 – Sundlauganótt á Vetrarhátíð.

   Sundlauganótt á vegum Höfuðborgarstofu verður haldin laugardaginn 7. febrúar. Laugar hafa opið milli 18.00-24.00 og er aðgangur frír, gestum boðið uppá viðburði og skemmtun.

   Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að taka þátt í sundlauganótt og verði Ásvallalaug opin lengur 7. febrúar n.k.

  • 1101166 – Körfuknattleiksdeild Hauka, styrkbeiðni

   Bréf frá Körfuknattleiksdeild Hauka, dags. 9. janúar 2015 þar sem óskað er eftir styrk til að halda minniboltamót fyrir krakka sem eru 11 ára og yngri.

   Íþrótta- og tómstundanefn samþykkir fyrir sitt leiti að styrkja verkefnið um 85 þús og felur Íþróttafulltrúa afgreiðslu málsins.

  • 1412004 – Snorraverkefnið, styrkbeiðni, stuðningur

   Verkefnið, sem rekið er af Þjóðræknisfélagi Íslendinga og Norræna félaginu, lýtur að því að veita ungu fólki af íslendkum ættum í Norður-Ameríku tækifæri til að kynnast rótum sínum.$line$Óskað er eftir að sveitafélagið styðji verkefnið sumarið 2015

   Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að styðja verkefnið og felur Æskulýðs- og forvarnarfulltrúa að vinna að framvindu á verkefni.

  • 1501769 – Skólaráð Hafnarfjarðar, styrkbeiðni.

   Með bréfi dagsett 13. janúar 2015. Óskar Gísli H. Guðlaugsson fyrir hönd Skólaráðs Hafnarfjarðar eftir styrk vegna kostnaðar á leigu Gaflaraleikhússins að upphæð kr. 40.000-

   Skólaráð Hafnarfjarðar stendur fyrir fyrirlestri fyrir foreldra grunnskólabarna í Hafnarfirði.Íþrótta- og tómstundanefn samþykkir að styrkja verkefnið um 40.000.- vegna kostnaðar á leigu Gaflaraleikhússins og felur Æskulýðs- og forvarnarfulltrúa afgreiðslu málsins.

  • 1211315 – Starfs- og símenntunaráætlun tómstundadeildar 2015

   Kynnt og lögð fram drög að starfsáætlun tómsundadeildar 2015

   Lagt fram til kynningar.Æskulýðs- og forvarnafulltrúi fór yfir starfsáætlun.

  • 0901163 – Önnur mál ÍTH.

   Á 203 fundi Íþrótta- og tómstundanefndar lagði fulltrúi Samfylkingar fram skriflega fyrirspurn til íþróttafulltrúa. Óskað var eftir skriflegu svari.$line$1. Hefur einhvern tima á sl. 5 árum verið framkvæmd könnun á áhrifum gjaldtöku á þátttöku barna og unglinga í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarf í Hafnarfirði? Ef svo er, hvenær fór slík könnun síðast fram og hverjar voru meginniðurstöður hennar?$line$$line$2. Hefur einhvern tíma á sl. 5 árum verið framkvæmd könnun á viðhorfi og ánægju foreldra og barna til þeirrar þjónustu sem þeim stendur til boða í Hafnarfirði og þess stuðnings sem bærinn veitir í þvi skyni að tryggja jafnan aðgang að henni? Ef svo er, hvenær fór slík könnun siðast fram og hverjar voru meginnidurstöður hennar?$line$$line$3. Hefur einhvern tima á sl. 5 árum verið framkvæmd könnun á þátttöku barna af erlendum uppruna i skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi í Hafnarfirði? Ef svo er, hvenær fór slík könnun síðast fram og hverjar voru meginniðurstöður hennar?$line$

   Íþróttafulltrúi lagði fram skrifleg svar.

  • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

   Fundur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar$line$78.fundur. haldinn í Húsinu. Staðarbergi 6. Þriðjudaginn 20. janúar 2015. kl 19:50$line$

   Áheyrnafulltrúi Ungmennaráðs fór yfir fundargerð.

  Fundargerðir

  • 1203131 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar ÍBH, fundargerðir 2015

   Íþróttabandalag Hafnarfjarðar$line$14. fundur stjórnar starfstímabilið 2013-2015$line$Haldinn 12. janúar í Íþróttahúsinu við Strandgötu á skrifstofu íþróttafulltrúa.

   Fulltrúi ÍBH fór yfir fundargerð.

  • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

   Fundur nr. 341$line$SAMSTARFSNEFND SKÍÐASVÆÐA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS$line$ Ár 2014, þriðjudaginn 9. desember var haldinn 341. fundur Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu og hófst kl. 09:05. $line$

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt