Íþrótta- og tómstundanefnd

2. mars 2015 kl. 15:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 207

Mætt til fundar

 • Matthías Freyr Matthíasson aðalmaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
 • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
 • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
 • Geir Bjarnason starfsmaður
 • Daníel Pétursson fundarritari

Veiga Dís Hansdóttir Áheyrnafulltrúi Ungmennaráðs.

Ritari

 • Daníel Pétursson

Veiga Dís Hansdóttir Áheyrnafulltrúi Ungmennaráðs.

 1. Almenn erindi

  • 1502316 – Nordjobb, sumarstörf 2015

   Nordjobb er samnorrænt verkefni sem býður ungu fólki á aldrinum 18-28 ára sumarvinnu, húsnæði á hinum Norðurlöndum. Óskað er eftir því að bæjarfélagið taki þátt í verkefninu.

   Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir að ráðinn verði einn starfsmaður í 6 til 7 vikur n.k. sumar, eins og gert hefur verið s.l. ár.

  • 1311009 – Innflytjendamál

   Kynning á helstu verkefnum tómstundadeildar með nýbúabörnum í Hafnarfirði.

   Lagt fram yfirlit um verkefni tómstundadeildar vegna fjölmenningarverkefna, um var að ræða gögn frá Rannsóknum og greiningu, fyrirhuguð hópastarfsverkefni, þýðingar og ný samþykkt Fjölskylduráðs um fjölmenningarráð og rýnihópa.

  • 1212126 – Bjartir dagar

   Ákveðið hefur verið að halda Bjarta daga í tengslum við Sumardaginn fyrsta 23.-25. apríl og er hátíðin Heima haldin síðasta vetrardag eða 22. apríl.

   Kynnt drög fyrir Bjarta daga.

  • 1503029 – Merkingar. Sundstöðum Hafnarfjarðarbæjar

   Merkingar til upplýsingar fyrir gesti sundstaða Hafnarfjarðar.

   Umræða um skort á merkingum í sundlaugum bæjarinns fyrir gesti, til að benda á þá þjónustu sem í boði er. Merkingar þurfa að vera á íslensku og öðrum tungumálum.$line$Íþróttafulltrúa falið að afgreiða málið.

  Fundargerðir

  • 09103146 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar.

   1. fundur starfshóps um uppbyggingu Ásvalla var haldinn á Ásvöllum , $line$þann 19. febrúar 2015 kl. 17:00.$line$

   Lagt fram til kynningar.

  • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

   Fundur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar$line$80.fundur. haldinn í Húsinu. Staðarbergi 6. Þriðjudaginn 17.febrúar 2014.Kl 20: 30$line$

   Áheyrnafulltrúi Ungmennaráðs fór yfir fundargerð

Ábendingagátt