Íþrótta- og tómstundanefnd

30. mars 2015 kl. 15:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 209

Mætt til fundar

 • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
 • Ebba Særún Brynjarsdóttir varamaður
 • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
 • Geir Bjarnason starfsmaður
 • Daníel Pétursson fundarritari
 • Karólína Helga Símonardóttir varamaður

Veiga Dís Hansdóttir Áheyrnafulltrúi Ungmennaráðs

Ritari

 • Daníel Pétursson

Veiga Dís Hansdóttir Áheyrnafulltrúi Ungmennaráðs

 1. Almenn erindi

  • 1503198 – Opnunartími Sundstaði í Hafnarfirði

   Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir á 208 fundi að fela starfsmönnum íþróttadeildar að skoða hugsanlega breytingu á opnunartímum sundstaða og að skoða kostnað við aukinn opnunartíma.

   Forstöðumaður sundstaða í Hafnarfirði, Aðalsteinn Hrafnkelsson kom á fundinn og fór yfir hugmyndir að breyttum opnunartíma sundstaða. Einnig farið yfir aukinn kostnað vegna þess á ársgrundvelli.

  • 1203246 – ÍBH, tímaúthlutun 2015- 2016

   Íþróttafulltrúi lagði fram tímaúthlutun til ÍBH fyrir árið 2015-2016 í íþróttamannvirkjum í Hafnarfirði. Úthlutaðir tímar eru um 33 þúsund þegar saman er tekin sumar- og vetrarúthlutun.

   Íþrótta-og tómstundanefnd samþykkir tímaúthlutun til ÍBH fyrir árið 2015-2016.

  • 1201584 – 17. júní, framkvæmdanefnd

   Þjóðhátíðin í Hafnarfirði 2015

   Lögð fram drög að dagskrá vegna 17. júní hátíðarhalda, sem haldin verður í miðbæ Hafnarfjarðar.

  • 1304482 – Vímuefnaneysla nemenda í 8. - 10. bekk árið 2015

   Vímuefnakönnun, sem gerð var í síðasta mánuðu meðal allra nemenda í 8.- 10. bekki í Hafnarfirði, sem komu í skólan þann dag.

   Æskulýðs- og forvarnafulltrúi kynnti könnunina. Niðurstaða gagnvart vímuefnaneyslu er nokkuð góð og batnar miðað við árið í fyrra.

  • 1405011 – Frístundaheimili, starfsemi og rekstur

   Starfshópur um endurskoðun frístundaheimila, frístundastyrkja og fyrirkomulags niðurgreiðslna og gjalda hefur ásamt starfsmönnum tómstundaskrifstofu unnið að samþykkt um starfsemi frístundaheimila. Sú samþykkt tengist fjölmörgum aðilum í Hafnarfirði og því er það mikilvægt að fá umsögn frá sem flestum aðilum.

   Lagt fram, verður svarað með umsögn á n.k. fundi Íþrótta- og tómstundanefndar.

  • 0901163 – Önnur mál ÍTH.

   Fulltrúi Samfylkingar óskar eftir því að Kjartan Ásmundsson,verði boðaður á fund íþrótta- og tómstundanefndar. Til að kynna meistaraprófsritgerð sína.

  Fundargerðir

  • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

   Fundur nr. 343$line$SAMSTARFSNEFND SKÍÐASVÆÐA HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS$line$ $line$Ár 2015, þriðjudaginn 3. mars var haldinn 343. fundur Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Fundurinn var haldinn hjá SSH og hófst kl. 09:00$line$

   Lagt fram til kynningar.

  • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

   Fundur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar$line$82.fundur. haldinn í Húsinu. Staðarbergi 6. þriðjudaginn 17. mars 2015. kl 20:00,$line$

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt