Íþrótta- og tómstundanefnd

28. apríl 2015 kl. 15:00

í Íþróttahúsinu við Strandgötu

Fundur 211

Mætt til fundar

 • Matthías Freyr Matthíasson aðalmaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
 • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
 • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Þórður Ingi Bjarnason Fulltrúi foreldra grunnskólabarna
 • Ingvar Sigurður Jónsson starfsmaður
 • Geir Bjarnason starfsmaður
 • Daníel Pétursson fundarritari

Ath. Röng dagsetning á fundi. Fundurinn var haldinn 4. maí 2015

Ritari

 • Daníel Pétursson

Ath. Röng dagsetning á fundi. Fundurinn var haldinn 4. maí 2015

 1. Almenn erindi

  • 1203248 – Tímaúthlutun í íþróttamannvirkinum til skóla 2015 - 2016

   Íþróttafulltrúi lagði fram til upplýsingar drög að tímaúthlutun í íþróttamannvirki til skóla vegna skólaársins 2015 – 2016. Um er að ræða um 40 þúsund tíma í úthlutun

   Lagt fram til kynningar.

  • 1105268 – Endurmenntunarnámskeið starfsfólks íþróttamannvirkja

   Lagt fram til kynningar dagskrá varðandi endurmenntun starfsfólks íþróttahúsa og sundlauga, haldið 26. maí, 5. og 8. júní. 2015

   Kynning á Endurmenntunarnámskeiðum sem verða haldin í sal Sundfélags Hafnarfjarðar Ásvallalaug.

  • 1105319 – Golfklúbburinn Setberg, rekstrarstyrkur

   Lagt fram bréf frá Golfklúbb Setbergs dagsett 16.apríl 2015, með ósk um rekstrarstyrk. Óskað er eftir því að styrkurinn fyrir árið 2015 verði kr. 300.000, auk vinnuframlags frá Vinnuskólanum.

   Meirihluti Íþrótta-og tómstundanefndar leggur til að fresta afgreiðslu á erindnu, þar til að rekstrarúttekt Hafnarfjarðarbæjar liggur fyrir.

  • 1405012 – Frístundaheimili, viðhorf foreldra til þjónustu 2015

   Lögð fram viðhorfskönnun meðal foreldra barna í frístundaheimilum.

   Viðhorf foreldra í Hafnafirði til þjónustu frístundaheimila. Könun sem var framkvæmd í mars 2012, 2014 og mars 2015.$line$Lögð fram til kynningar af Æskulýðs-og forvarnafulltrúa.

  Fundargerðir

  • 1411359 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2015

   4. fundur starfshóps um uppbyggingu Ásvalla var haldinn á Ásvöllum ,$line$þann 16. apríl 2015 kl. 16:15.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1201468 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir

   Ár 2015, miðvikudaginn 8. apríl var haldinn 344. fundur Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Fundurinn var haldinn í Höfðatorgi, Arnarholti 3. hæð og hófst kl. 09:05.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1203283 – Ungmennaráð - Fundagerðir

   Fundur Ungmennaráðs Hafnarfjarðar$line$84.fundur. haldinn í Húsinu. Staðarbergi 6. Þriðjudaginn 28.april 2015. Kl 20:00.$line$

   Lagt fram til kynningar.

Ábendingagátt